ÁTVR í hlutverki húsráðenda í þjóðhátíðartjaldi á Menningarnótt  

Menningarnótt í Reykjavík Vegna 50 ára goslokaafmælis er Vestmannaeyjabær sérstakur gestur á Menningarnótt í Reykjavík, laugardaginn 19. ágúst.

Óskað hefur verið eftir liðsinni félagsmanna ÁtVR, Átthagafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík í viðburði bæjarins í Ráðhúsi Reykjavíkur þann dag milli kl. 13.00 og -17.00  Þjóðhátíðartjald verður sett upp í Tjarnarsalnum og þar verður boðið upp á heðfbundið þjóðhátíðarbakkelsi ásamt lifandi tónlist reglulega yfir daginn.

Hlutverk félagsmanna ÁtVR er að leika hlutverk húsráðanda í tjaldinu, grípa í hljóðfæri ef vill (það verða hljóðfæri á staðnum), og syngja með í tjaldinu. Ásamt því að vera á röltinu og spjalla við fólkið sem er á svæðinu til að skoða muni sem sýna söguna um gosið.

Við óskum eftir ykkar hjálp við að vera á staðnum, okkur vantar um 5 til viðbótar á hverja vakt. Hver vakt er klukkustund og með því að smella á linkinn hér fyrir neðan, verðið þið leidd inn á síðu þar sem hægt er að skrá sig.

Allir sem skrá sig fá tölvupóst fljótlega eftir skráningu og svo aftur þegar nær dregur viðburðinum með öllum upplýsingum.

Með fyrirfram þökk!

Fréttatilkynning.

Í Brekkunni á sunnudaginn – Mynd Addi í London.

 

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.