ÍBV vann nauman sigur á KS/Leiftri í dag þegar liðin mættust á Hásteinsvelli. Lokatölur urðu 2:1 en Eyjamenn skoruðu sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. ÍBV vann þar með níunda sigur sinn í fyrstu tíu leikjunum og er efst í 1. deild með 27 stig. Italo skoraði fyrra mark ÍBV sem var sérlega fallegt, þrumuskot upp í samskeytin og klárlega eitt af mörkum sumarsins. Gestirnir jöfnuðu svo á 35. mínútu eftir varnarmistök hjá ÍBV en sigurmarkið skoraði svo Atli Heimisson á lokamínútunum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst