,,�?að kemur ekki til greina að veita undanþágu fyrir ballinu, slíkt væri mjög hættulegt,�? segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. ,,Frá því staðnum var lokað í nóvember vegna vankanta á brunavörnum hefur ekkert verið bætt úr. �?vert á móti hefur það aðeins versnað.�?
�?skar Axel �?skarsson, markaðsstjóri Flass.net sem stendur fyrir komu sænska plötusnúðarins Basshunter, segist hafa staðið í þeirri meiningu að staðarhaldarar myndu fá undanþágu frá brunavarnarmati og því ekkert því til fyrirstöðu að auglýsa tónleikana. Annað kom á daginn nú skömmu eftir jól.
,,�?r því ekki náðist samkomulag milli staðarhaldara og embættismanna sitjum við uppi með heimsfrægan listamann sem við ætluðum að leyfa Sunnlendingum að njóta,�? segir hann en auk Basshunter áttu Ingó Idolstjarna og Veðurguðnir að stíga á stokk.
�?skar segir ennfremur að unnið sé að því að finna nýtt húsnæði undir áramótadansleikinn en enn sé allt á reiki með það. ,,�?g auglýsi hér með eftir húsnæði undir giggið og eins getur Basshunter troðið upp í einkasamkvæmi á nýársnótt ef einhver vel efnaður hefur áhuga á því.�?
�?etta er í annað sinn frá því skemmtistaðurinn Tonys County opnaði í haust sem dansleikir hafa verið blásnir af á síðustu stundu vegna ófullnægjandi öryggisráðstafanna. �?ann 11. nóvember síðastliðinn þurfti að aflýsa skólaballi Fjölbrautaskóla Suðurlands fáeinum klukkustundum áður en það átti að hefjast. �?að var á sömu forsemdum og nú, það er vegna ófullnægjandi brunavarna og annarra öryggisatriða.
Ekki náðist í Eymund Gunnarsson, framkvæmdarstjóra Tonys County, vegna málsins.Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst