Auka ferðir með gamla Herjólfi yfir helgina

Ákveðið hefur verið að setja eldri Herjólf í rekstur yfir Þjóðhátíðina. Ferjan mun sigla samhliða nýju ferjunni á föstudaginn og mánudaginn. Farin verður ein ferð hvorn dag. ÍBV mun annast sölu í ferjuna á vefsvæðinu dalurinn.is. – Miðar fyrir faratæki verða seldir á herjolfur.is og í síma 4812800.

Salan á miðunum hófst núna í morgun. Brottför á föstudaginn frá Landeyjahöfn er kl. 13:00 og brottför frá Vestmannaeyjum á mánudaginn er kl. 11:30.

„Það hefur verið markmið Herjólfs OHF að sinna samgöngum frá og til Vestmannaeyja eins best og mögulegt er á hverjum tíma. Þessi þjónustuaukning hefði ekki tekist nema með samstilltu átaki starfsmanna og áhafnar félagsins. Með þessari ráðstöfun er verið að bregðast við auknum þunga á samgöngukerfið milli lands og Eyja þessa daga,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.