Auka ferðir með gamla Herjólfi yfir helgina
30. júlí, 2019

Ákveðið hefur verið að setja eldri Herjólf í rekstur yfir Þjóðhátíðina. Ferjan mun sigla samhliða nýju ferjunni á föstudaginn og mánudaginn. Farin verður ein ferð hvorn dag. ÍBV mun annast sölu í ferjuna á vefsvæðinu dalurinn.is. – Miðar fyrir faratæki verða seldir á herjolfur.is og í síma 4812800.

Salan á miðunum hófst núna í morgun. Brottför á föstudaginn frá Landeyjahöfn er kl. 13:00 og brottför frá Vestmannaeyjum á mánudaginn er kl. 11:30.

„Það hefur verið markmið Herjólfs OHF að sinna samgöngum frá og til Vestmannaeyja eins best og mögulegt er á hverjum tíma. Þessi þjónustuaukning hefði ekki tekist nema með samstilltu átaki starfsmanna og áhafnar félagsins. Með þessari ráðstöfun er verið að bregðast við auknum þunga á samgöngukerfið milli lands og Eyja þessa daga,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.