Aukaferð verður í dag hjá Flugfélaginu Erni. Ferðinni er bætt við reglubundna áætlun félagsins til Eyja vegna mikillar eftirspurnar og verður brottför úr Reykjavík klukkan 15:00 og 15:40 úr Eyjum. Vegna þessarar ferðar gætu í kjölfarið losnað sæti í síðdegisferðinni sem fer frá Reykjavík 16:30 og frá Eyjum klukkan 17:15.