Aukin hreyfing, áskorun miðað við færni og ástríðutímar
Mynd: Vestmannaeyjabær

Fræðslufulltrúi kynnti stöðuna á þróunar- og rannsóknarverkefninu Kveikjum neistann á fundi fræðsluráðs í gær. Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum 17. ágúst sl. þar sem starfsdagur í GRV var helgaður verkefninu. Vinna í skólanum við undirbúning hefur þó staðið yfir í nokkurn tíma. Stofnuð hafa verið fimm teymi kennara miðað við áhersluþætti þróunarverkefnins og hófu teymin og umsjónarkennarar í 1. bekk undirbúning á vorönn með stuðningi frá fag- og fræðifólki m.a. á vegum HÍ og NTNU.
Foreldrar nemenda í 1. bekk fengu kynningu á verkefninu á vorönn og stefnt er að frekari kynningum og fræðslu á næstunni. Nemendur í 1. bekk eru með töluvert breytta stundatöflu frá því sem áður þekkist þar sem m.a. lögð er áhersla á hreyfingu fyrri part morguns, lestur, stærðfræði og náttúrufræði. Nemendur fá síðan áskorun miðað við færni í sérstökum þjálfunartímum sem eru um hádegisbil og síðan taka ástríðutímar við.

Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar hefur verið stofnað og er það með aðsetur við Menntavísindasvið. Ráðinn hefur verið einn doktorsnemi við setrið sem mun sinna rannsóknarhlutanum og til stendur að ráða annan á næstunni. Að auki hefur verið ráðinn verkefnastjóri í 30% stöðu sem mun m.a. sjá um utanumhald verkefnis og miðlun hjá setrinu. Faghópur sem skipaður er starfsmönnum skólaskrifstofu, stjórnendum GRV og fulltrúum HÍ hefur umsjón með faglega hluta verkefnisins.

Nýjustu fréttir

Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.