Þarf að endurbyggja hafnarkantinn

Bryggjuthil_2024-03-12_11-54-19_Gelp_ehf_min

Líkt og greint var frá fyrr í þessum mánuði hér á Eyjar.net varð sig á jarðveginum undir Gjábakkabryggju sem liggur norðan við Ísfell og Hampiðjuna. Nú er komið í ljós að bryggjuþilin eru illa farin og því þarf að takmarka hvaða skip geta legið þar. Þetta segir í tilkynningu á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar. „Ekki er hægt að […]

„Mikil ánægja með breytingarnar”

DSC_5234

Endurbætur á dagdeild lyfjagjafar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum eru nú á lokametrunum. Það er Krabbavörn Vestmannaeyja sem hefur veg og vanda af lagfæringum á stofunni, sem verður öll hin glæsilegasta. Frábært framtak hjá félaginu. Framkvæmdir hófust fyrir jól. Búið er að kaupa inn stóla, sjónvörp og dælur auk annars húsbúnaðar fyrir sjúklinga og starfsfólk. […]

Tanginn opnar

tanginn_21_b

Einn af vorboðunum er þegar veitingahúsið Tanginn opnar. Það gerist einmitt í dag, fimmtudag. Að venju verða nýjungar á matseðli í bland við gömlu góðu réttina. Salat barinn sívinsæli verður á sínum stað, og fiskur dagsins einnig. Meðal nýjunga er Masala Lamb, bragðgóður Indverskur lambakjöts réttur og Indverskur Biryani grænmetisréttur. Það er því full ástæða […]

Sísí Lára aðstoðar Jón Óla

sisi-ibvsp

Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hún mun koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna, en þar eru fyrir Mikkel Hasling, markmannsþjálfari og svo Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari. Sísí verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks og auk þess þjálfari 2. flokks kvenna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. Sísí þekkja flestir […]

Gæti orðið vart við gasmengun í Eyjum

IMG_4268

Virkni eldgossins á Reykjanesi virðist nokkuð stöðug og áfram eru virk gosop á sömu stöðum og í gær. Hraun rennur frá gígunum í suður ofan á hrauni sem rann á fyrstu dögum gossins. Lítil sem engin hreyfing hefur mælst á hraunjöðrum nærri Suðurstrandarvegi og Svartsengi. Jarðskjálftavirkni síðan eldgosið hófst á laugardagskvöld hefur verið minniháttar. Þetta […]

Kepptu í upplestri

upplestark_grv_24_grv_is_cr

Upplestrarkeppni 7. bekkjar GRV var haldin í Tónlistarskóla Vestmannaeyja í gærmorgun. Fyrir úrslitakeppnina í gærmorgun höfðu verið haldnar bekkjakeppnir. Þar voru valdir fjórir nemendur úr hverjum bekk. 11 nemendur kepptu til úrslita og voru á endanum þrír nemendur valdir til þess að taka þátt í lokakeppninni á Hellu í apríl, einnig er valinn einn nemandi […]

Vertíðarbragur – myndir

Sjomennska_hofn_kap_netab_opf_DSC_5170

Það var vertíðarbragur í Vestmannaeyjahöfn þegar Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjar.net átti þar leið hjá í gær. Myndirnar tala sínu máli. (meira…)

Laxey fær fleiri hrogn

hrogn_laxey_fb_0324

Skammtur 2 af hrognum er komin í hús hjá Laxey. Fyrirtækið tók núna á móti 600.000 hrognum sem er helmingur af afkastagetu klakstöðvarinnar. Hrognin eru frá Benchmark Genetics, að því er segir í færslu á facebókar-síðu Laxeyjar. „Móttaka og vinnsla hrognanna gekk eins og við var að búast enda mikill undirbúningur og vinna sem á […]

Kjarasamningur SGS og SA samþykktur

undirskrift_sgs_sa_24_sgs_is_c

Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með 82,72% atkvæða. Nei sögðu 12,85% og 4,43% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru samtals 23.677 félagsmenn hjá öllum 18 aðildarfélögum SGS. Atkvæði greiddu 4.156 manns eða 17.55%. Atkvæðagreiðsla um samningin stóð yfir dagana 13. til 20. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Emil valinn í hæfileikamót KSÍ

ksi_bolti

Þórhallur Siggeirsson, yfirmaður í Hæfileikamótun N1 og KSÍ, hefur valið Emil Gautason til þátttöku í hæfileikamóti dagana 3.-5. apríl nk. Leikirnir sem og önnur dagskrá fara fram í Miðgarði, Garðabæ. ÍBV óskar Emil innilega til hamingju með valið, segir í frétt á heimasíðu ÍBV. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.