Ráðherra heilsaði upp á VSV-fólk í Barcelona

Nýbakaður matvælaráðherra ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, birtist í sýningarbási Vinnslustöðvarinnar á sjávarútvegssýningunni miklu í Barcelona og tók fólk tali. Í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn segir Björn Matthíasson, rekstrarstjóri VSV Seafood Iceland ehf. að sölu- og markaðsfólk VSV í öllum heimshornum hafi verið á sýningunni enda mikilvægur vettvangur til að sýna sig og sjá aðra. „Við […]
Eyjamenn úr leik

Grindvíkingar slógu ÍBV út úr Mjólkurbikarnum á Hásteinsvelli í dag. ÍBV komst yfir í leiknum með marki frá Alex Frey Hilmarssyni á 13. mínútu, en gestirnir jöfnuðu á 29. mínútu með marki frá Eric Vales, sem var síðan rekinn af velli á 42. mínútu. Grindvíkingar léku því manni færri það sem eftir lifði leiks en […]
Nýtir tónlistina til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið

Líkt og greint var frá fyrr í dag var Birgir Nielsen útnefndur bæjarlistamaður Vestmannaeyja fyrir árið 2024. Birgir sagði við þetta tilefni að hann væri þakklátur fyrir að njóta þess heiðurs að hljóta nafnbótina bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2024. Áherslan lögð á náttúru Vestmannaeyja „Ég hef í gegnum tíðina haft mikla ástríðu í að skapa og flytja […]
Veiðarnar ganga mjög vel

„Kolmunnaveiðar ganga mjög vel, veiðin hefur verið mjög góð þannig að túrarnir hafa verið stuttir.“ Þetta segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali við Eyjar.net. Hann segir að búið sé að taka á móti ca. 10.000 tonnum hjá Vinnslustöðinni. „Sighvatur er í sínum síðasta túr. Verið er að landa úr Gullberg og hann fer […]
Birgir Nielsen bæjarlistamaður Vestmannaeyja

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2024 er Birgir Nielsen. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Eldheimum í morgun. Birgi Nielsen þarf vart að kynna en hann hefur frá unga aldri verið viðloðandi tónlist og ákvað snemma á lífsleiðinni að helga lífi sínu þeim starfsvettvangi. Birgir er fæddur árið 1974 og varð því fimmtugur í febrúar síðastliðnum. […]
Messi og Vestmannaeyjar

Það má með sanni segja að fjárfestar hafi trú á því sem er að gerast í Vestmannaeyjum. Ekki er langt síðan að kauphallarfyrirtækið Kaldalón hf. og stórir innlendir fjárfestar líkt og aðilar tengdir Eskju og Jón Ásgeiri keyptu eignir á vel yfir 1000 milljónir í Eyjum. Má þar nefna eignir eins og Hótel Vestmannaeyjar, Gamla […]
Gleðilegt sumar!

Eyjar.net sendir lesendum óskir um gleðilegt sumar. Veturinn sem nú kveður var sá kaldasti í aldarfjórðung á Íslandi. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að í tilefni af sumardeginum fyrsta bjóði Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið er í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum […]
ÍBV og FH mætast öðru sinni

Annar leikur í undanúrslita-einvígi ÍBV og FH verður leikinn í dag. Leikið er í Eyjum en staðan í einvíginu er 1-0 fyrir FH-inga. Sigra þarf þrjá leiki til að tryggja sig í úrslitin. Leikurinn hefst klukkan 17.00 en “Fanzon” opnar kl. 15:30. Hamborgarar og veigar frá Ölgerðinni, segir í tilkynningu frá handknattlieksdeild ÍBV. (meira…)
Bikarslagur á Hásteinsvelli

ÍBV tekur í dag á móti Grindavík í 32-liða úrsltum Mjólkurbikarsins. Bæði lið eru í Lengjudeildinni og má því búast við baráttuleik í dag. Flautað verður til leiks á Hásteinsvelli klukkan 14.00 í dag. Fyrir þá sem ekki komast á völlinn má benda á að leikurinn verður í beinni á RÚV. (meira…)
Malbikað í botni

Langþráðar malbikunarframkvæmdir hafa staðið yfir undanfarna daga í botni Friðarhafnar. Samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ á þessum framkvæmdum að ljúka í dag. Halldór B. Halldórsson myndaði framkvæmdirnar í Friðarhöfn í dag. Sjón er sögu ríkari! https://eyjar.net/malbikad-i-eyjum/ (meira…)