Andlát: Guðrún Sigurjónsdóttir

Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR áður búsett á Brimhólabraut 13, Vestmannaeyjum Lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum föstudaginn 6. ágúst. Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 20. ágúst kl. 13 Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Streymt verður frá athöfninni á vef Landakirkju: https://www.landakirkja.is Hjálmar Guðmundsson, Pálína Úranusdóttir Ólafur Guðmundsson, […]
Daníel og Svanur nýir rekstraraðilar

Í dag undirrituðu þeir Svanur Gunnsteinsson og Daníel Geir Moritz undir samning um rekstur Hallarinnar. Þessu greinir Daníel frá á samfélagsmiðlum. Segir Daníel að þegar hann kom heim að loknu Tónaflóði í Eyjum um Goslokin hafi beðið hans skilaboð frá Svani sem voru einföld: “Verðum við ekki að fara að reka Höllina saman?” Daníel hafi […]
DB á leið til Svíþjóðar

Sóknarmaðurinn knái og einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV í sumar, Delaney Baie Pridham er á leið til Kristianstad í Svíþjóð og hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Samkvæmt heimasíðu KSÍ er hún búin að fá félagaskipti yfir til Svíþjóðar og má búast við því að Kristianstad muni tilkynna um komu hennar á næstunni. Þessu […]
Grunur um COVID-smit í Kap II

Vísbendingar eru um COVID-smit í áhöfn Kap II og þess vænst að niðurstöður skimunar leiði í ljós síðar í dag eða í kvöld hvort veikindin skýrist af veirunni eða einhverju öðru. Skipið var að veiðum þegar grundsemdir vöknuðu um veirusmitið. Það kom til Grundarfjarðar í morgun og tekin voru sýni sem fá flýtimeðferð í rannsókn. […]
200 manns mega koma saman

Landsmenn biðu með öndina í hálsinum eftir ríkisstjórnarfundinum á Egilsstöðum sem lauk nú rétt í þessu. Margir höfðu á orði að þessi föstudagur væri eins og hinn eini sanni föstudagur langi og líklega hefur aldrei verið eins mikil spenna fyrir ríkisstjórnarfundi og nú en á fundinum var tekið fyrir minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis um samkomutakmarkanir […]
Jafntefli í Safamýri

Rétt í þessu var flautað til leiksloka í toppslag ÍBV og Fram í Lengjudeildinni. Frammarar voru fyrir leikinn með 9 stiga forskot á toppnum. Fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur og hvorugu liðinu tókst að skapa sér hættuleg færi. Á 71. mínútu dró til tíðinda þegar Indriði Áki Þorláksson skoraði fyrir Fram eftir hornspyrnu. Það tók […]
Jeffsy þjálfar kvennalið ÍBV

Í dag skrifaði Ian David Jeffs undir samning við ÍBV sem felur í sér að hann tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu út yfirstandandi tímabil. Ásamt því að vera aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins. Það er mikill fengur fyrir félagið að hafa mann með stórt ÍBV-hjarta líkt og Ian og þökkum við knattspyrnuráði karla, Helga Sig […]
Tap á Hásteinsvelli

Karlalið ÍBV mætti Gróttu í Lengjudeildinni á Hásteinsvelli nú fyrr í kvöld. Um var að ræða leik í 11. umferð deildarinnar. Hegi Sigurðsson refldi fram sama byrjunarliði og í síðasta leik, sem var 1-0 útisigur gegn Þrótti, en fyrir leikinn í kvöld hafði ÍBV liðið sigrað fimm leiki í röð. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti […]
Eyjasigur í Árbænum

Kvennalið ÍBV gerði góða ferð í Árbæinn í kvöld og nældi í þrjú stig með sigri á Fylki. Í lok fyrri hálfleiks skoraði Þóra Björg Stefánsdótir frábært mark beint úr aukaspyrnu. Eyjakonur hófu svo seinni hálfleik af krafti og á 47. mínútu skoraði Olga Sevcova mark af stuttu færi. Á 78. mínútu minnkaði Bryndís Arna […]
Eyjasigur í Laugardalnum

Karlalið ÍBV mætti Þrótti í Laugardalnum nú fyrr í kvöld í 9. umferð Lengjudeildarinnar. Bæði lið unnu góða sigra í síðustu umferð, Eyjamenn sigruðu Selfyssinga 3-1 og Þróttarar sigruðu Víking frá Ólafsvík 7-0. Á 10. mínútu leiksins fengu Þróttarar vítaspyrnu en spyrnan var laus og Halldór Páll Geirsson markvörður ÍBV varði. Fyrri hálfleikur var að […]