Andlát: Guðrún Sigurjónsdóttir

Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR áður búsett á Brimhólabraut 13, Vestmannaeyjum Lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum föstudaginn 6. ágúst. Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 20. ágúst kl. 13 Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Streymt verður frá athöfninni á vef Landakirkju: https://www.landakirkja.is Hjálmar Guðmundsson, Pálína Úranusdóttir Ólafur Guðmundsson, […]

Daníel og Svanur nýir rekstraraðilar

Í dag undirrituðu þeir Svanur Gunnsteinsson og Daníel Geir Moritz undir samning um rekstur Hallarinnar. Þessu greinir Daníel frá á samfélagsmiðlum. Segir Daníel að þegar hann kom heim að loknu Tónaflóði í Eyjum um Goslokin hafi beðið hans skilaboð frá Svani sem voru einföld: “Verðum við ekki að fara að reka Höllina saman?” Daníel hafi […]

DB á leið til Svíþjóðar

Sóknarmaðurinn knái og einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV í sumar, Delaney Baie Pridham er á leið til Kristianstad í Svíþjóð og hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Sam­kvæmt heimasíðu KSÍ er hún búin að fá fé­laga­skipti yfir til Svíþjóðar og má bú­ast við því að Kristianstad muni til­kynna um komu henn­ar á næst­unni. Þessu […]

Grunur um COVID-smit í Kap II

Vísbendingar eru um COVID-smit í áhöfn Kap II og þess vænst að niðurstöður skimunar leiði í ljós síðar í dag eða í kvöld hvort veikindin skýrist af veirunni eða einhverju öðru. Skipið var að veiðum þegar grundsemdir vöknuðu um veirusmitið. Það kom til Grundarfjarðar í morgun og tekin voru sýni sem fá flýtimeðferð í rannsókn. […]

200 manns mega koma saman

Landsmenn biðu með öndina í hálsinum eftir ríkisstjórnarfundinum á Egilsstöðum sem lauk nú rétt í þessu. Margir höfðu á orði að þessi föstudagur væri eins og hinn eini sanni föstudagur langi og líklega hefur aldrei verið eins mikil spenna fyrir ríkisstjórnarfundi og nú en á fundinum var tekið fyrir minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis um samkomutakmarkanir […]

Jafntefli í Safamýri

Rétt í þessu var flautað til leiksloka í toppslag ÍBV og Fram í Lengjudeildinni. Frammarar voru fyrir leikinn með 9 stiga forskot á toppnum. Fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur og hvorugu liðinu tókst að skapa sér hættuleg færi. Á 71. mínútu dró til tíðinda þegar Indriði Áki Þorláksson skoraði fyrir Fram eftir hornspyrnu. Það tók […]

Jeffsy þjálfar kvennalið ÍBV

Í dag skrifaði Ian David Jeffs undir samning við ÍBV sem felur í sér að hann tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu út yfirstandandi tímabil. Ásamt því að vera aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins. Það er mikill fengur fyrir félagið að hafa mann með stórt ÍBV-hjarta líkt og Ian og þökkum við knattspyrnuráði karla, Helga Sig […]

Tap á Hásteinsvelli

Karlalið ÍBV mætti Gróttu í Lengjudeildinni á Hásteinsvelli nú fyrr í kvöld. Um var að ræða leik í 11. umferð deildarinnar. Hegi Sigurðsson refldi fram sama byrjunarliði og í síðasta leik, sem var 1-0 útisigur gegn Þrótti, en fyrir leikinn í kvöld hafði ÍBV liðið sigrað fimm leiki í röð. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti […]

Eyjasigur í Árbænum

Kvennalið ÍBV gerði góða ferð í Árbæinn í kvöld og nældi í þrjú stig með sigri á Fylki. Í lok fyrri hálfleiks skoraði Þóra Björg Stefánsdótir frábært mark beint úr aukaspyrnu. Eyjakonur hófu svo seinni hálfleik af krafti og á 47. mínútu skoraði Olga Sevcova mark af stuttu færi. Á 78. mínútu minnkaði Bryndís Arna […]

Eyjasigur í Laugardalnum

Karlalið ÍBV mætti Þrótti í Laugardalnum nú fyrr í kvöld í 9. umferð Lengjudeildarinnar. Bæði lið unnu góða sigra í síðustu umferð, Eyjamenn sigruðu Selfyssinga 3-1 og Þróttarar sigruðu Víking frá Ólafsvík 7-0. Á 10. mínútu leiksins fengu Þróttarar vítaspyrnu en spyrnan var laus og Halldór Páll Geirsson markvörður ÍBV varði. Fyrri hálfleikur var að […]