Addi í London hættir eftir 52 ár

„Það toppa fáir Adda í London varðandi hollustu í starfi. Eftir 52 ár í starfi hjá sama fyrirtæki er kallinn farinn í önnur verkefni lífsins. Vel gert Addi og takk fyrir þitt framlag. Hannes tók við lyklunum í alvöru netaverkstæðakaffiboði,“ segir á Fésbókarsíðu Vinnslustöðvarinnar. Ísleifur Arnar Vignisson, er maður ekki einhamur og þess höfum við […]
Léttsveit Reykjavíkur og Páll Óskar á uppstigningardag

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur ásamt Páli Óskari með vortónleika í Höllinni á uppstigningardag: Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur fagnar vorinu með heimsókn til Vestmannaeyja og heldur tónleika á uppstigningardag þann 9. maí nk. kl.17.00 í Höllinni. Yfirskrift tónleikanna er Hann og þeir en kórinn syngur að þessu sinni perlur dægurtónlistar eftir íslenska karlhöfunda eins og Magnús Eiríksson, Gunnar […]
ÍBV í undanúrslit – Ætla sér alla leið

Fyrirstaðan var minni en gera mátti ráð fyrir þegar karlarnir mættu Haukum á útivelli í gær, öruggur sigur Íslandsmeistara ÍBV, 37:31 sem komnir eru í undanúrslitin þar sem þeir mæta deildarmeisturum FH. Kári Kristján Kristjánsson fyrirliði Íslandsmeistarar ÍBV var léttur og ánægður í viðtali við mbl.is eftir leikinn og hann ætlar sér alla leið. „Við […]
Mikil óánægja með dýpkun í Landeyjarhöfn

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála á dýpkun við Landeyjahöfn og samskipti við Vegagerðina á fundi bæjarstjórnar á föstudaginn. Bæjarráð hafði áður farið fram á við Vegagerðina að hún grípi til aðgerða gagnvart dýpkunaraðila, Björgun vegna vanefnda á samningi. „Dýpið á rifinu er ekki nægjanlegt og dýpkun ekki gengið sem skyldi. Dýpkunaraðili nýtti ekki dýpkunarglugga í […]
Áhyggjur af efnistöku við Landeyjahöfn

Á síðasta bæjarstjórnarfundi fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir umræðu bæjarráðs um fyrirhugaða efnistöku úr sjó við Landeyjahöfn. Málið er í umsagnarferli og hefur Vestmannaeyjabær skilað umsögn við matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun hefur sent Vestmannaeyjabæ umsagnarbeiðni er varðar umhverfismatsskýrslu sem COWI vann fyrir hönd HPM. Skilafrestur á umsögn er til 16. maí nk. Í niðurstöðu bæjarráðsfundar […]
Bjart framundan en hvatt til varkárni

Á fundi bæjarstjórnar á föstudaginn gerði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri grein fyrir endurskoðuðum ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 og fór yfir helstu niðurstöður reikningsins. Engar tölulegar breytingar voru gerðar milli umræðna en textaskýringar voru yfirfarnar og lagfærðar þar sem ekki var búið að yfirfara þær fyrir fyrri umræðu. Minnihluti Sjálfstæðisflokk hvatti til varkárni í bókun sinni. […]
Þrjátíu ára afmælishátíð ÁtVR

ÁtVR – Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu heldur 30 ára afmælishátið að kvöldi síðasta vetrardags, 24. apríl klukkan 20.00. Hátíðin verður í veislusal Fylkishallarinnar við Fylkisveg í Árbæjarhverfi í Reykjavík. Afmælisfögnuðurinn hefst með léttum veitingum og síðan tekur við dagskrá sem miðar að því að skapa góða Eyjastemmningu líkt og tókst í Ráðhúsi Reykjavíkur á Menningarnótt […]
Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Eitt aðaleinkenni þjóðkirkjunnar, kirkju þjóðarinnar er hún að hún hefur þá grunnskyldu að veita kirkjulega þjónustu um allt land. Henni ber að þjóna fólki í sveit og borg, í þorpum og bæjum, þeim sem búa afskekkt og þeim sem búa þétt. Þetta er ekki einfalt hlutverk því þegar upp er staðið er það fjárhagurinn sem […]
Hvað gerir hafnadeild Vegagerðarinnar?

Morgunfundur Vegagerðarinnar um hafnir og rannsóknir tengdar höfnum og sjóvörnum. Á morgunfundi Vegagerðarinnar, fimmtudaginn 11. apríl klukkan 9:00-10:15, verður fjallað um hafnadeild Vegagerðarinnar og rannsóknir tengdar höfnum, sjóvörnum og sjólagi, auk þess sem sérstakt erindi verður um Landeyjahöfn. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 og í beinu streymi. Starfsemi Vegagerðarinnar er fjölbreyttari […]
Á sama báti

Andspænis ógnum náttúrunnar erum við mannfólkið afskaplega smá. Þegar við stöndum frammi fyrir erfiðleikum og áföllum reynir á þrautseigju okkur og styrk. Þá getur trúin verið það haldreipi sem við þörfnumst til að komast í gegnum það sem að höndum ber. Þetta þekkja Eyjamenn vel sem margsinnis hafa í gegnum tíðina þurft að takast á […]