Farþegar 344.715 – Ósamið um flugið

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn fór bæjarstjóri yfir upplýsingar frá Herjólfi varðandi farþegartölur það sem af er ári. Farþegafjöldinn fyrstu átta mánuðina er 344.715 en það er fækkun um 2,3% miðað við sama tíma í fyrra. Ágústmánuður var sérstaklega góður í ár en farþegar hafa aldrei verið fleiri í þeim mánuði eða 87.077 talsins. Fram […]
Verðmæti inn og verðmæti út

Vestmannaeyjabær liggur vel við góðum fiskimiðum og er einn mesti útgerðarstaður landsins. Ferjan Herjólfur fer daglegar ferðir til og frá Landeyjarhöfn og Vestmannaeyjahöfn. Áætlunarskip á leið til og frá Evrópu hafa viðkomu í Vestmannaeyjum og þar á fjöldi fiskiskipa heimahöfn. Þetta segir á heimasíðu hafnarinnar sem er ein stærsta útflutningshöfn landsins. Oft mikil umferð eins […]
Vestmannaeyjahöfn bauð til veislu

Þeim fjölmörgu sem hafa tekið þátt í störfum hafnarinnar í sumar var boðið til veislu í hádeginu í dag. Það hafa fjörtíu og þrír unnið hjá okkur í sumar en því miður áttu ekki allir heimangengt. Boðið var upp á pulled pork borgara með öllu því sem fylgir. Mannauðurinn er ómetanlegur í störfum okkar hjá […]
Ísfélag og Herjólfur bjóða hópferð á leikinn

Það er mikilvægur leikur framundan hjá ÍBV karla í Lengjudeildinni þegar þeir mæta Leikni á útivelli á laugardaginn kl. 14.00. ÍBV er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig en á hæla þeirra kemur Fjölnir með stigi minna. Sigur Eyjamanna tryggir þeim sæti í Bestu deildinni að ári. Ef ekki, er framundan fjögurra liða umspil. […]
Hermann Þór semur til loka árs 2027

Knattspyrnumaðurinn Hermann Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027, þessi frábæri sóknarmaður hefur leikið vel með ÍBV í sumar og á stóran þátt í því að liðið er í toppsæti Lengjudeildarinnar fyrir síðustu umferðina sem fram fer á laugardag. Hermann er 21 árs og eftir að hafa skorað 13 […]
Öll kerfi í seiðaeldisstöð komin í gagnið

Seiðeldisstöð LAXEYJAR við Friðarhöfn er komin í fulla notkun. Hrognin koma ofan af landi og eru sett inn í klakskápa þar sem vatn flæðir um þau í lokuðu kerfi, til að tryggja að hámarks vatnsgæði. Þau klekjast fljótlega út og verða að kviðpokaseiðum. Í kviðpokanum er næring seiðanna og þegar hann klárast er komin tími […]
Skoða hvort leyft verði að geyma meiri makrílkvóta

Frétt úr Austurfrétt.is Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar hvort gefin verði út sérstök heimild til að geyma meira en þau 15% sem samkvæmt reglugerð er leyft að flytja á milli ára af óveiddum makrílkvóta. Framundan í haust eru nýir samningafundir við nágrannaþjóðir um makrílveiðar. Samkvæmt tölum Fiskistofu er búið að veiða rúmlega 86.500 tonn af tæplega […]
Ljóðleikar Þórhalls Barðasonar

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 12. september kl. 20:00 í Einarsstofu mun Þórhallur Helgi Barðason bregða á leik ásamt hljómsveit, Karlakór, organista og tveimur atvinnu upplesurum. Lesið verður upp úr verkum Þórhalls, þar á meðal úr nýjustu bók hans: Um yfirvegaðan ofsa. Bókin verður til sölu á staðnum og verður árituð fyrir hálft orð. Þetta er útgáfu hóf. […]
Frá Herjólfi yfir til Laxey

Hörður Orri Grettisson hefur verið ráðinn sem fjármálastjóri Laxey. Hörður Orri er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur einnig lokið meistaragráðu í hagfræði frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum og hefur m.a. starfað hjá Ísfélagi Vestmannaeyja sem forstöðumaður hagdeildar, […]
Borað eftir sjó og eigin vatnsframleiðsla

Allur úrgangur nýttur sem áburður Í Viðlagafjöru eru risin fjögur af átta lokuðum kerjum sem verða klár í lok október. Öll verða sandblásin að innan og er sú vinna hafin. Loks verða kerin húðuð að innan með til þess gerðu efni. Byrjað er á minni kerjum sem seiðin eru í stuttan tíma áður en eldið hefst […]