Á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja var því fagnað að aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnaskóla Vestmannaeyja hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu sem veitt voru á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l.
Ráðið óskaði nemendum, foreldrum, kennurum og skólastjórnendum og aðstandendum verkefnisins innilega til hamingju með viðurkenninguna. „Það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með verkefninu vaxa og dafna innan skólans. Kveikjum neistann hefur nú þegar skilað eftirtektaverðum árangri hvað varðar bættan líðan nemenda en einnig færni í lestri. Lykillinn að þessum góða árangri má þakka öllum þeim sem koma að verkefninu,“ segir í fundargerð.
Sjá nánar í Eyjafréttum á morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst