Búið er að bólusetja fyrsta skammtinn

„Síðasta vika var gríðarlega spennandi en að sama skapi einnig annasöm. Fyrsti seiðahópurinn var nefnilega bólusettur og gekk það vonum framar. Það var NORVACC sem sá um verkefnið fyrir okkur en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í bólusetningum á seiðum,“ segir á FB-síðu Laxeyjar í morgun. „Stórt hrós til þeirra fyrir að sjá um […]
Kappkostum að sinna verkum af kostgæfni

Eyjablikk ehf. er blikk og stálsmiðja sem hefur verið starfrækt um áraraðir. Fyrirtækið þjónustar sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka sem og einstaklinga með allt milli himins og jarðar. Fjölbreytni verkefna hefur verið með ólíkindum í gegnum árin. Má þar nefna loftræsikerfi, einangrun og klæðningar á hita- og frystilögnum, flasningar, rústfrí smíði, álsmíði, lagning koparþaka, smíði á handriðum ásamt smíði […]
Afmælishóf til heiðurs Sigurgeiri í Skuld

Í afmælisdálki Morgunblaðsins í dag er sagt frá Sigurgeiri Jónassyni frá Skuld, ljósmyndara með meiru sem er níræður í dag. Þar segir m.a.: „Í dag er ég í hinum ýmsu spjallklúbbum eða kallaklúbbum víðs vegar um bæinn. Þar hitti ég reglulega marga góða og trausta vini sem hafa reynst mér afskaplega vel í gegnum tíðina.“ […]
Karlakór hugar að Færeyjaferð

Hið árlega Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja var í Akóges í gærkvöldi og vel mætt eins og vænta mátti. Er þessi skemmtilegi siður gott upphaf á starfsárinu. „Það er hins vegar undir okkur öllum komið hversu gagnlegt og skemmtilegt þetta verður. Það skiptir miklu máli að við mætum vel sjálfir og verum duglegir að bjóða með okkur,“ […]
Mikil umsvif hjá Hampiðjunni í Vestmannaeyjum

Ingi Freyr – Einn víðförlasti netagerðarmaður Íslands „Hampiðjan er í dag stærsti framleiðandi veiðarfæra í heimi með starfsemi á 76 stöðum í 21 landi og með um 2000 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar eru við Skarfabakka í Sundahöfn en þar eru aðalskrifstofurnar, netaverkstæði og aðallager fyrirtækisins á Íslandi. Hjarta framleiðslunnar á vörum fyrirtækisins er Hampidjan Baltic í Litháen, þar […]
Sigurgeir frá Skuld fagnar 90 ára afmæli

Sigurgeir Jónasson fagnar 90 ára afmæli í dag, fimmtudaginn 19. september. Hann byrjaði ungur að taka myndir en sína fyrstu mynd tók hann í Álsey aðeins 12 ára gamall. Fyrsta fréttamyndin birtist í Tímanum 6. ágúst 1958 af grindhvalavöðu í Vestmannaeyjahöfn. Í framhaldi af því varð hann ljósmyndari Morgunblaðsins og er ekki alveg hættur því […]
Háspenna á lokamínútunum hjá konunum

Eyjakonur máttu sætta sig við jafntefli 22:22 þegar þær mættu ÍR á útivelli í kvöld í þriðju umferð Olísdeilarinnar. Er ÍBV með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina og í þriðja sæti eins og er. ÍR komst í 7:3 í byrjun leiks en staðan í hálfleik var 12:12 og var jafnræði með liðunum í seinni […]
Míla byggir upp framtíð fjarskipta í Vestmannaeyjum

„Míla hefur gengið frá kaupum á fjarskiptainnviðum Eyglóar í Vestamannaeyjum og stefnir á að byggja þar upp öflug fjarskipti til framtíðar. Míla hefur fylgst af virðingu með þeim góða árangri sem Eygló hefur náð á þeim stutta tíma sem félagið hefur starfað og tekur við því góða starfi. Míla mun fjárfesta í uppbyggingu á svæðinu […]
Vestmannaeyjabær slapp fyrir horn

Í sumarleyfi bæjarstjórnar samþykkti bæjarráð á fundi sínum þann 26. ágúst sl. samhljóða að ganga að kauptilboði Mílu hf. á Eygló ehf. Er málið því að fullu afgreitt af hálfu ráðsins. Öllum bæjarfulltrúum var boðið að sitja fundinn og taka þátt í umræðum um málið. Lýstu þeir allir fullum stuðningi við niðurstöðuna. Salan á Eygló […]
Eyjafréttir í dag – Stútfullt blað af flottu efni

Nýjasta tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og er fjölbreytt að efni að venju. Meginstefið er sjávarútvegur í Vestmannaeyjum í sinni víðustu mynd og þjónustan við hann. Tilefnið er Sjávarútvegssýningin í Smáranum í Kópavogi sem opnuð verður í dag. Þar verða Eyjafréttir sýnilegar og kynna það sem Vestmannaeyjar hafa upp á bjóða í veiðum, vinnslu […]