Þjóðlendukröfur fáránleikans enn í gangi

2vestmannaeyjar

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja kom fram að lögfræðingar, sem fara með mál Vestmannaeyjabæjar er varðar kröfur ríkisins um þjóðlendur í Vestmannaeyjum hafi í sumar sent fjármálaráðherra bréf með ósk um afturköllun kröfulýsingar til óbyggðanefndar. „Eins og rakið var í bréfinu telst krafan byggð á misskilningi um að Vestmannaeyjar hafi verið utan landnáms sem og […]

Farþegar 344.715 – Ósamið um flugið

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn fór bæjarstjóri yfir upplýsingar frá Herjólfi varðandi farþegartölur það sem af er ári. Farþegafjöldinn fyrstu átta mánuðina er 344.715 en það er fækkun um 2,3% miðað við sama tíma í fyrra. Ágústmánuður var sérstaklega góður í ár en farþegar hafa aldrei verið fleiri í þeim mánuði eða 87.077 talsins. Fram  […]

Verðmæti inn og verðmæti út

Vestmannaeyjabær liggur vel við góðum fiskimiðum og er einn mesti útgerðarstaður landsins. Ferjan Herjólfur fer daglegar ferðir til og frá Landeyjarhöfn og Vestmannaeyjahöfn. Áætlunarskip á leið til og frá Evrópu hafa viðkomu í Vestmannaeyjum og þar á fjöldi fiskiskipa heimahöfn. Þetta segir á heimasíðu hafnarinnar sem er ein stærsta útflutningshöfn landsins. Oft mikil umferð eins […]

Vestmannaeyjahöfn bauð til veislu

Þeim fjölmörgu sem hafa tekið þátt í störfum hafnarinnar í sumar var boðið til veislu í hádeginu í dag. Það hafa fjörtíu og þrír unnið hjá okkur í sumar en því miður áttu ekki allir heimangengt. Boðið var upp á pulled pork borgara með öllu því sem fylgir. Mannauðurinn er ómetanlegur í störfum okkar hjá […]

Ísfélag og Herjólfur bjóða hópferð á leikinn

Það er mikilvægur leikur framundan hjá ÍBV karla í Lengjudeildinni þegar þeir mæta Leikni á útivelli á laugardaginn kl. 14.00. ÍBV er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig en á hæla þeirra kemur Fjölnir með stigi minna. Sigur Eyjamanna tryggir þeim sæti í Bestu deildinni að ári. Ef ekki, er framundan fjögurra liða umspil. […]

Hermann Þór semur til loka árs 2027

Knattspyrnumaðurinn Hermann Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027, þessi frábæri sóknarmaður hefur leikið vel með ÍBV í sumar og á stóran þátt í því að liðið er í toppsæti Lengjudeildarinnar fyrir síðustu umferðina sem fram fer á laugardag. Hermann er 21 árs og eftir að hafa skorað 13 […]

Öll kerfi í seiðaeldisstöð komin í gagnið

Seiðeldisstöð LAXEYJAR við Friðarhöfn er komin í fulla notkun. Hrognin koma ofan af landi og eru sett inn í klakskápa þar sem vatn flæðir um þau í lokuðu kerfi, til að tryggja að hámarks vatnsgæði. Þau klekjast fljótlega út og verða að kviðpokaseiðum. Í kviðpokanum er næring seiðanna og þegar hann klárast er komin tími […]

Skoða hvort leyft verði að geyma meiri makrílkvóta

Frétt úr Austurfrétt.is Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar hvort gefin verði út sérstök heimild til að geyma meira en þau 15% sem samkvæmt reglugerð er leyft að flytja á milli ára af óveiddum makrílkvóta. Framundan í haust eru nýir samningafundir við nágrannaþjóðir um makrílveiðar. Samkvæmt tölum Fiskistofu er búið að veiða rúmlega 86.500 tonn af tæplega […]

Ljóðleikar Þórhalls Barðasonar

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 12. september kl. 20:00 í Einarsstofu mun Þórhallur Helgi Barðason bregða á leik ásamt hljómsveit, Karlakór, organista og tveimur atvinnu upplesurum. Lesið verður upp úr verkum Þórhalls, þar á meðal úr nýjustu bók hans: Um yfirvegaðan ofsa. Bókin verður til sölu á staðnum og verður árituð fyrir hálft orð. Þetta er útgáfu hóf. […]

Frá Herjólfi yfir til Laxey

Hörður Orri Grettisson hefur verið ráðinn sem fjármálastjóri Laxey. Hörður Orri er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur einnig lokið meistaragráðu í hagfræði frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum og hefur m.a. starfað hjá Ísfélagi Vestmannaeyja sem forstöðumaður hagdeildar, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.