Hugað að næsta skólaári

Samræmt skóladagatal leik-, grunnskóla og frístundavers 2024-2025 lagt fram til staðfestingar á síðasta fundi fræðsluráðs. Kennsludagar í grunnskólanum eru 180 og skólasetning verður 23. ágúst. Kjarasamningsbundnir starfsdagar kennara eru 13 þar af 8 utan starfstíma skóla. Vetrarleyfi verður 21.-24. október. Starfsdagar leikskólanna verða: Víkin verður lokuð 15. ágúst vegna starfsdags og Kirkjugerði og Sóli 22. […]

Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, skírdag 28. mars kl. 13.00. Barnafjölskyldur sérstaklega velkomnar en mæting er við virkið á Skansinum. Hvetjum foreldra til að taka virkan þátt með börnum sínum og eiga saman notalega stund. (meira…)
Píanótónleikar Kittýar og Guðnýjar Charlottu

Eyjakonurnar Kittý Kovács og Guðný Charlotta Harðardóttir píanóleikarar ætla halda tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju miðvikudaginn 27. mars kl. 19:30. Þar munu þær leika fjórhent á píanó verk eftir hin þekktu klassísku tónskáld Chopin, Schubert, Dvořák og Debussy. Hér gefst einstakt tækifæri fyrir okkur Eyjamenn og gesti til að hlusta á þessa frábæru píanóleikara flytja okkur stórfenglega […]
Enn ekkert spurst til Bácsi

„Ég hef ekki fengið neinar nánari upplýsingar um þetta undarlega mál og engar nánari skýringar þrátt fyrir að ég hafi vakið máls á þessu,“ segir Helgi Bernódusson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis og „gamall Eyjamaður“, eins og hann titlar sjálfan sig undir grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið 19. mars. Viðtalið er að finna í Morgunblaði dagsins. […]
Flug til Vestmannaeyja og Húsavíkur boðið út næsta vetur

Flug verður styrkt yfir vetrarmánuðina desember til og með febrúar: Flug til Húsavíkur og Vestmannaeyja yfir vetrarmánuðina desember til febrúarloka verður boðið út fyrir næsta vetur. Þess misskilning hefur gætt að halda ætti út ríkisstyrktu flugi á heilsársgrundvelli. Það hefur ekki staðið til en sú nýjung að styrkja flug yfir þessa vetrar mánuði hefur verið […]
Pétur Óskarsson nýr formaður SAF

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2024 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 21. mars. Í aðdraganda aðalfundar fór fram rafræn kosning meðal félagsmanna um 3 meðstjórnendur í stjórn SAF til næstu tveggja ára ásamt því að kjörinn var formaður. Á fundinum var Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator ehf., kjörinn formaður SAF til næstu tveggja ára. Tekur Pétur […]
Samningur við Mýflug rennur út um mánaðamótin

Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við Mýflug/Flugfélagið Erni um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja verði ekki framlengdir. Félögin munu fljúga sitt síðasta flug til Húsavíkur þann 1. apríl nk. Ernir hóf áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur vorið 2012 og hefur félagið þannig haldið þessari loftbrú gangandi í tæp 12 á, síðustu […]
Lítið af loðnu í þorskmögum í togararallinu

Árlegu togararalli Hafrannsóknastofnunar í marsmánuði er lokið. Fjögur skip mældu á 580 fyrirfram gefnum rannsóknastöðvum hringinn í landið, þar af voru 154 stöðvar á könnu Breka VE suður af og suðaustur af landinu. Kastað var og veitt á öllum stöðum allt niður á 500 metra dýpi, fiskurinn kannaður, veginn og metinn á alla kanta og […]
Óbyggðamálið alfarið í höndum ráðherra

Óbyggðanefnd svarar beiðni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra um endurskoðun ákvörðunar nefndarinnar um tilhögun málsmeðferðar á svæði 12, eyjar og sker í bréfi þann 22. febrúar. Þar er áréttað af framgangur málsins er alfarið í höndum ráðherra. Vísað er til bréfs fjármála- og efnahagsráðherra til óbyggðanefndar 16. febrúar 2024 þar sem þess er […]
Íris bæjarstjóri – Áfallaárið 2023

Margt gekk á árið 2023. Fyrsta áfallið var þegar rafstrengurinn milli lands og Eyja skemmdist alvarlega og loðnuvertíð framundan. Íris segir að alvarleg rafmagnsbilun árið 2020 hafi líka haft áhrif. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ýtarlegu viðtali við Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í nýjasta blaði Eyjafrétta. „Sællar minningar var ekki loðnuvertíð það árið […]