Lið GV er komið í hóp þeirra bestu

Háspennuleikur við Nesklúbbinn að baki en leikar fóru 3-2 GV í vil. Úrslitin réðust á lokaholu dagsins, gríðarleg spenna! Lið GV skipuðu Kristófer Tjörvi Einarsson, Lárus Garðar Long, Örlygur Helgi Grímsson, Daníel Ingi Sigurjónsson, Andri Erlingsson, Rúnar Þór Karlsson, Jón Valgarð Gústafsson og Sigurbergur Sveinsson. Liðsstjóri var Brynjar Smári Unnarsson. Innilega til hamingju strákar! Af […]

„Við þurfum góða vegi en líka öfluga fjölmiðla“

Viðtal við Ómar, ritstjóra Eyjafrétta í Austurglugganum fimmtudaginn 18. júlí. Ómar Garðarsson fór út á vinnumarkaðinn í Seyðisfirði síldaráranna. Eftir að síldin brást festi hann rætur í Vestmannaeyjum þar sem hann hefur síðan ílengst. Hlutirnir þróuðust þannig að hann varð ritstjóri staðarmiðilsins Eyjafrétta. Austurglugginn hitti Ómar og ræddi við hann um starf héraðsfréttablaðamannsins, minningar af […]

Höfuðstöðvar Náttúruverndarstofnunar á Hvolsvelli

20230610 164205

Það er ástæða til að gleðjast fyrir okkur Sunnlendinga, en með samþykkt Alþingis 22. júní sl. annars vegar lög um Náttúruverndarstofnun og hins vegar lög um Umhverfis- og orkustofnun er ákveðið að höfuðstöðvar nýrrar Náttúruverndarstofnunar verið á Hvolsvelli. Þetta er stór tíðindi fyrir íbúa í Rangárþingi eystra og okkur öll. Náttúruverndarstofnun er ný stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs […]

Mikilvæg stig í toppbaráttunni

Eyja 3L2A1836

Eyjamenn unnu mikilvægan sigur, 1:0 í Lengjudeild karla á Dalvík/Reyni á heimavelli í gær. ÍBV byrjaði með krafti og skoraði Oliver Heiðarsson strax í upphafi leiks. Róðurinn þyngdist þegar þegar Hermann Þór fékk rautt í fyrri hálfleik en Eyjamenn héldu út og bættu við þremur stigum í toppslagnum. Eftir 13 umferðir er ÍBV í þriðja […]

Sögusetrið 1627 í Einarsstofu í dag

Liðlega 40 mættu í göngu Sögusetursins 1627 í gær sem var upphitun fyrir dagskrá í Einarsstofu í dag kl. 13.00. Komið var saman við Landakirkju og nokkrir þættir úr sögu hennar ræddir. Gengið að Stakkagerðistúni að minnisvarða um Guðríði Símonardóttur. Þá var gengið á Skansinn þar sem  rætt var um ýmsa sögulega þætti Tyrkjaránsins. Boðið […]

Eyjakonur á góðri siglingu

ÍBV vann sinn þriðja leik í röð þegar stelpurnar unnu ÍR, 3:0, á Hásteinsvelli í gærkvöldi. Na­talie Viggiano og Vikt­orija Zaicikova komust báðar á blað fyr­ir ÍBV eft­ir að Anna Bára Más­dótt­ir skoraði sjálfs­mark. ÍR er í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig en ÍBV er í því fimmta með 16 stig. Staðan: L Mörk […]

Þórhallur sendir frá sér fimmtu ljóðabókina

Ljóðabókin, Um yfirvegaðan ofsa eftir Þórhall Helga Barðason er fjölbreytt að að efnisvali, allt frá stuttum einlægum ástarljóðum og tileinkunum í langa absúrd prósa. Glens er ekki langt undan. Allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Hér er velt upp stórum sem smáum spurningum um lífið og tilveruna. Bókin kom út í sumar en Þórhallur […]

Mikið um sílisfugl í Höfðanum

„Ég er búinn að vera með puttann á púlsinum í allt sumar til að fylgjast með viðkomu lundans í fjöllunum á Heimaey. Það gladdi mjög í dag að sjá allan fjöldann sem sat austan í Stórhöfða en hann hefur ekki verið mikið fyrir það að sýna sig þar,“ segir Stefán Geir Gunnarsson, ljósmyndari og náttúruunnandi […]

Gullberg komið í Vinnslustöðvarlitina

default

Þorgeir Baldursson, ljósmyndari og sjómaður á Akureyri sendi okkur þessa mynd þar sem Gullberg VE öslar út Eyjafjörðinn á leið til Vestmannaeyja þangað sem það kom í nótt. Gullberg er komið í Vinnslustöðvarlitina auk þess sem settur var í það veltitankur og byggt yfir ganginn bakborðsmegin. Var það gert í Slippstöðinni á  Akureyri. Gullberg heldur […]

Baðlón við Skansinn aftur á dagskrá

Kristján G. Rikharðsson  fyrir hönd Lavaspring Vestmannaeyjar ehf.  lagði fram drög að skipulagsgögnum fyrir baðlón við Skansinn. Umhverfismatsskýrsla er unnin af ráðgjafafyrirtækinu Alta. Einnig hefur verið unnin tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 í samræmi við tillögu þróunaraðila. Gögnin voru sett fram til kynningar fyrir umhverfis- og skipulagsráð. Ráðið þakkaði kynninguna og fól skipulagsfulltrúa […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.