HS Veitur vilja stökkva frá borði – Hafa hagnast vel

„HS Veitur (áður Hitaveita Suðurnesja) hafa frá árinu 2002 rekið vatnsveituna í Vestmannaeyjum á grundvelli heimildar í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, en um er að ræða skylduverkefni Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fyrrgreindum lögum. Er jafnframt fjallað um að það í lögunum að það sé forsenda samnings sveitarfélags að unnt sé að tryggja notendum vatn á viðráðanlegu verði,“ […]

Georg Eiður – Saga Landeyjahafnar

Það eru mikil vonbrigði að ráðherra skyldi ekki komast til Eyja til þess að mæta á fundinn í kvöld, en svona til gamans, hvernig er saga Landeyjahafnar út frá mínu sjónarmiði? Ég tók þátt í bæjarstjórnarkosningunum vorið 2006 og fékk þá á mig þessa spurningu: Hvort myndir þú vilja göng, Landeyjahöfn eða nýja, hraðskreiðari ferju […]

Sjópróf vegna vatnsleiðslunnar hafin

Sjópróf vegna skemmda á vatnsleiðslu til Vestmannaeyja hófust í Vestmannaeyjum í morgun. Miklar skemmdir urðu á 50 metra kafla á leiðslunni þegar Huginn VE festi akkeri í henni í nóvember. Frá þessu er greint á RÚV.is. Þar segir að sjópróf séu haldin fyrir héraðsdómi og geta ýmsir krafist þeirra. Til dæmis rannsóknanefnd samgönguslysa, eigandi skips, […]

Enginn vill loka vetrarmánuðina

Gísli Matthías – Í kvöld er fundur! Mig langaði að skrifa smá hugvekju um opnun veitingastaða hér í Vestmannaeyjum í tilefni þess. Umræðan um opnunartíma veitingastaða hér í Vestmannaeyjum verður alltaf háværari og hávæari. Enda ekki skrítið, það er glatað að lang-flestir séu með lokað. En hver er ástæðan? Viljum við veitingamenn bara fleyta rjóman […]

KSÍ – Ingi Sig í formannsslaginn?

Fótbolti.is greinir frá því að Eyjamaðurinn og fyrrum leikmaður ÍBV í knattspyrnu, Ingi Sigurðsson sé að íhuga framboð til formanns KSÍ. Eins og komið hefur fram býður Vanda Sigurgeirsdóttir sig ekki fram til áframhaldandi formennsku á ársþingi KSÍ sem haldið verður þann 24. febrúar. Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, og Þorvaldur Örlygsson hafa staðfest framboð. […]

Hitaveitan – Vestmannaeyjar í gapastokk orkupakkanna

„Fram til ársins 2010 var reksturinn í jafnvægi en frá sama ári hefur raforkukostnaðurinn til fjarvarmaveitunnar í Eyjum hækkað um 250%. Á sama tíma hefur gjaldskrá hitaveitunnar hækkað um 80% en milli 80% og 90% af útgjöldum fjarvarmaveitunnar eru orkukaupin,“ segir Ívar Atlason, Svæðisstjóri vatnssviðs Vestmannaeyjum við Eyjafréttir sem ræddu við hann í október sl. […]

Bæjarstjóri – Auknar niðurgreiðslur vegna húshitunar

„Bæjarráð Vestmannaeyja hefur mótmælt harðlega hækkunum á húshitunarkostnaði í Eyjum og óskað eftir skýringum hjá HS-veitum, Orkustofnun og orkumálaráðuneytinu. HS- veitur hafa sérleyfi og við íbúar getum bara skipt við það fyrirtæki þegar við kaupum varmaorku til húshitunar. Það er umhugsunarefni að varmadælustöðin virðist alls ekki skila neinni lækkun á gjaldskrá eins og lagt var upp […]

Drífa framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Bæjarstjórn Vestmannaeyja staðfesti í gær tillögu bæjarráðs Vestmannaeyja um ráðningu Drífu Gunnarsdóttur í starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Þetta kemur fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Drífa skiptir um stól því fyrir var hún fræðslufulltrúi og framkvæmdastjóri fjölskyldu og fræðslusviðs. Um Drífu segir: Drífa lauk diplómaprófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands, áður hafði hún lokið B.Ed. […]

Loðnuvertíð í óvissu

„Fátt bendir til þess að loðnuvertíð verði í vetur þar sem lítið mældist af loðnu í vetrarleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Mikið er í húfi en hefðbundin loðnuvertíð gæti skilað 20 til 40 milljörðum í útflutningsverðmæti. Stefnt er að því að halda til mælinga á ný í febrúar, en lítil vertíð gæti þýtt að aðeins erlendum skipum verði […]

Sterk Eyjatenging á Eyjatónleikum í Hörpu

Vestmannaeyjar skarta ungu og kröftugu tónlistarfólki og hafa Bjarni og Guðrún verið óhrædd að gefa þeim tækifæri. „Frá fyrstu tónleikunum höfum við verið með sterka Eyjatengingu og fólkið okkar hefur haft mjög gaman að því að koma fram á tónleikunum. Það er líka mikils virði fyrir okkur sem stöndum í þessu,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson […]