Berjanessbekkurinn hafinn til virðingar á ný

„Þetta er EINARSSON bekkur sem er á lokametrum og verður til sölu hjá JAX Handverk. Bekkurinn er hannaður af langafa, Jóni Einarssyni frá Berjanesi í Vestmannaeyjum. Hann gaf mömmu svona bekk í fermingargjöf 1958 og hefur hann verið til hliðsjónar í ferlinu. Þessi bekkur kemur í eik og blönduðum við í september,“ segir útvarpsmaðurinn vinsæli, […]

Hlakkaði til að drekka í sig Eyjamenninguna

Kristmundur: Þetta er búið að vera alveg tjúllað ár og búið að ganga ógeðslega vel.

„Línurnar eru farnar að skýrast og það er búið að fara frekar mikið púður í þetta,“ segir rapparinn Kristmundur Axel um undirbúninginn fyrir helgina, en hann stígur á stokk í Herjólfsdal á aðfaranótt laugardags. Kristmundur hélt fyrstu tónleikana sína í vor í Iðnó í Reykjavík sem seldust upp og hefur gefið út þrjár smáskífur það […]

ClubDub – Einn kaldur á Lundanum

„Þetta er náttúrulega stærsta svið á Íslandi og þetta er 150 ára stöffið, þannig við hlökkum til að spila á 150 ára stöffinu, sko“ segir Aron Kristinn Jónasson meðlimur raftónlistartvíeykisins ClubDub sem hefur verið að gera góða hluti á íslensku tónlistarsenunni. Tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson myndar hinn helming sveitarinnar. „Það er bara búið að vera nóg að […]

Eyjafólkið – Vestmannaeyjameistarar í golfi

Fyrr í mánuðinum fór fram Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja. Mótið fór fram dagana 10. til 13. júlí og er þetta í 85. skiptið sem að það er haldið. Fjölmargir efnilegir kylfingar tóku þátt en þátttakendur sem luku keppni voru 90 talsins og spiluðu í samtals 11 flokkum. Vestmannaeyjameistarar 2024 í karla- og kvennaflokki í golfi eru þau […]

Löglegt skal það vera

Helgi Björnsson er að mæla leiðina í Vestmannaeyjahlaupinu. Hann er löggiltur mælingarmaður og starfar hjá Tímatöku. Vestmannaeyjahlaupið hefur fengið vottun frá Frjálsíþróttasambandi Íslands og fara úrslit í afrekaskrá FRÍ. Vestmannaeyjahlaupið verður 7.september. Boðið verður upp á fimm og tíu km. hlaup.   (meira…)

Gjaldfrjáls námsgögn og tvöfalt fjármagn til námsgagnagerðar

Fjárframlag til námsgagnagerðar tvöfaldast og námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema fram að 18 ára aldri. Aðgerðirnar eru liður í heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna og menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Nýtt frumvarp um námsgögn hefur verið samþykkt af ríkisstjórn til fyrirlagningar á Alþingi. Ein af áherslum menntastefnu stjórnvalda er að í boði séu fjölbreytt námsgögn sem […]

Öldungar á Þjóðhátíð

„Ef ég hefði verið lengur þá hefði strætó bara hætt að ganga“  Í tilefni þúsund ára byggðar á Íslandi var haldin þjóðhátíð 2. ágúst 1874 í höfuðborginni. Danakonungur kom þá meðal annars í heimsókn og var Íslendingum færð ný stjórnarskrá. Sama dag var lélegt sjólag og Eyjamönnum ekki kleift að komast upp á land og […]

Pattaralegar pysjur þetta árið

„Nú hafa 2106 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitið. Þar af hafa 745 þeirra verið vigtaðar og er meðalþyngd þeirra 310 grömm. Það er mjög góð meðalþyngd, þó að hún hafi farið aðeins niður á við síðustu daga. Endilega skráið pysjurnar sem þið finnið inn á lundi.is. Það tekur örskamma stund og einfaldast að gera það í […]

Saga af Þorsteini Inga bróður og fleirum

-Árni Sigfússon rifjar upp flutning til Reykjavíkur – Hann er höfundur þjóðhátíðarlagsins 1978, Ágústnótt og á textann líka Hér er minning um prófessorinn og bróður minn Þorstein Inga. Hún tengist flutningi okkar frá Eyjum og fyrsta árinu í Reykjavík. Við fjölskyldan fluttum frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur þegar ég var 12 ára gamall, um sumarið 1969. Þorsteinn Ingi […]

Vísurnar hans Inga Steins

„Það er mér sannur heiður að standa hér með bókina, Vísurnar hans pabba, en textann skrifaði ég sjálfur en ljóð og og vísur eru eftir pabba sjálfan. Inga Stein Ólafsson sem fæddist í Eyjum 22. apríl 1942 og lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 19. desember 2022,“ sagði Friðþór Vestmann Ingason, sonur Inga Steins og Guðnýjar Stefaníu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.