Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal Þjóðhátíðarnefnd og viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum í alla nótt og allan dag við að koma Herjólfsdal í samt horf eftir áskoranir næturinnar. Nýtt tjald hefur verið reist fyrir það sem þurfti að taka niður í gær og annað í dalnum er tilbúið fyrir dagskrá kvöldsins. Gert er ráð […]
Patrick jafnaði markamet Tryggva í efstu deild

Danski framherjinn Patrick Pedersen jafnaði met Tryggva Guðmundssonar í efstu deild karla í fótbolta þegar Valur vann FH 3:1 í Bestu deild karla í fótbolta. Hafa Patrick og Tryggvi skorað 131 mark. Þess ber að geta að Tryggvi spilaði erlendis frá því hann var 23 til 30 ára og hann er kantmaður en Patrick er […]
Hátíðleg setning í þurru veðri

Þjóðhátíðargestir fjölmenntu á setningu þjóðhátíðar í dag sem að venju var mjög hátíðleg enda veður gott. Hörður Orri Grettisson, formaður ÍBV-Íþróttafélags setti hátíðina. Páll Scheving flutti hátíðarræðuna og séra Viðar Stefánsson flutti blessunarorð. Lúðrasveit Vestmannaeyja, sem hefur átt sinn stað á setningu Þjóðhátíðir í áratugi flutti nokkur. Barnadagskrá var á Tjarnarsviði og á kvöldvökunni skemmta […]
Það þarf ekki margar í hundraðið, en nokkrar í þúsundið

Það má segja að Unnar Guðmundsson í Háagarði sé trillu- og lundaveiðikarl sem náði að tengja samfélag veiðimanna sem fæddust fyrir aldamótin 1900 og þeirra sem enn stunda sjóinn á smábátum og lundaveiði í Eyjum. Á mótunarárum Unnars eru Eyjarnar að stíga skref inn í nýja tíma. Enn var stundaður landbúnaður á Kirkjubæjum og kýr og kindur […]
Enn og aftur úr myndasafni Óskars Péturs

Hér koma síðustu myndirnar að þessu sinni af myndum Óskars Péturs frá Þjóðhátíðinni í fyrra. Ný hátíð með nýjum myndum tekur við og eins og sjá má á fréttasíðu okkar er hann þegar byrjaður. Ritstjórn Eyjafrétta og eyjafrettir.is óska þjóðhátíðargestum alls hins best á Þjóðhátíðinni í ár. Gleðilega Þjóðhátíð. Stuð og stemning og pínu rigning. […]
Herjólfsfólk er í hátíðarskapi

Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs, eru dagarnir í kringum og yfir þjóðhátíðina mjög líflegir hjá starfsfólki Herjólfs. „Það má segja að undirbúningur þjóðhátíðarinnar hjá okkur á Herjólfi standi yfir í marga mánuði, áður en miðasalan hófst í febrúar var búið að ganga þannig frá málum að heimasíðan þoli álagið sem myndast um leið og […]
Féll strax fyrir þjóðhátíð

Kom fyrst á þjóðhátíð 19 ára – Nú í forystu í undirbúningi og framkvæmd Hvað fannst þér um þjóðhátíð þegar þú mættir í fyrsta skipti í Dalinn? „Mér fannst hún æðisleg. Þess vegna kom ég aftur og aftur og upplifunin, bara VÁ! Maður gat ekki hugsað sér að fara eitthvað annað þó fleiri útihátíðir væru […]
Konan sem bjargaði Gaujulundi

Gaujulundur er vin í Nýjahrauninu sem var gróðursnautt og svart á árunum eftir gos. Það var sumarið 1988 sem hjónin Erlendur Stefánsson og Guðfinna Ólafsdóttir, Elli og Gauja hófu af mikilli eljusemi uppgræðslu og ræktun í dalverpi á Nýja hrauninu, aðeins 15 árum eftir jarðeldana 1973. Í upphafi var þar enginn jarðvegur, tómur vikur en með árunum […]
Enn fleiri myndir frá Óskari Pétri

Ekki vitum við hvað margar myndir Óskar Pétur ljósmyndari Eyjafrétta hefur tekið á Þjóðhátíð. Veit það örugglega ekki sjálfur en við höldum áfram að birta myndir sem hann tók á hátíðinni í fyrra. (meira…)
Fleiri myndir frá Óskari Pétri

Enn höldum við áfram að birta myndir Óskars Péturs frá síðustu þjóðhátíð. Hún var ansi blaut en Óskari Pétri tókst að fanga það jákvæða sem við viljum að Þjóðhátíð standi fyrir. (meira…)