Fleiri myndir frá Matey

Sjávarréttahátíðin Matey stendur nú yfir í Eyjum. Á miðvikudaginn hófst hátíðin með opnunarhátíð í Sagnheimum. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari mætti þar og tók meðfylgjandi myndir. Sjá einnig: MATEY: Mikið hlegið á opnunarhátíðinni – Eyjafréttir (eyjafrettir.is) (meira…)
Allt um sorpmálin í Eyjum

Vestmannaeyjabær hefur gefið út nýjar leiðbeiningar fyrir sorpmál sveitarfélagsins. Sorpmálin heyra undir umhverfis- og skipulagsráð og falla undir umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar. Hér að neðan má sjá tilkynningu Vestmannaeyjabæjar. Opnunartími söfnunarstöðvarinnar: Virka daga, frá kl: 10:00 til 18:00. Laugardaga og Sunnudaga frá kl: 11:00 til 16:00 Sími: 456-4166 og 853-6667 Fjórir flokkar heima Með lögum um hringrásarhagkerfi varð […]
ÍBV mætir Gróttu á útivelli

Fyrsti leikurinn hjá kvennaliði ÍBV í Olís deildinni er í dag. Þá mæta þær liði Gróttu á útivelli. Leikurinn er annar tveggja sem háðir verða í dag. Deildin hófst á fimmtudaginn þegar Haukar rúllðu yfir Selfoss 32-20. Í gærkvöldi sigraði svo Fram lið Stjörnunnar örugglega, 33-22. Flautað verður til leiks í Hertz höllinni klukkan 14.00 […]
Deildin klárast hjá stelpunum

Lokaumferð Lengjudeildar kvenna fer fram í dag. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 14.00. Þar á meðal er viðureign HK og ÍBV sem fer fram í Kórnum. Liðin tvö hafa að litlu að keppa nema stoltinu. HK í fjórða sæti með 27 stig, en ÍBV í því sjötta með 25 stig. Leikir dagsins: (meira…)
Hjúkrunarfræðin er mín ástríða

Iðunn Dísa Jóhannesdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum er í viðtali á vefsíðu stofnunarinnar í dag. Viðtalið má lesa í heild sinni hér að neðan. Iðunn fæddist 9. október 1961 í Eyjum og er alin þar upp. Hún starfaði hjá Ísfélagi Vestmannaeyja í fjórtán ár eftir framhaldsskólanám, fyrst í fiskvinnslu og seinna […]
Börnin hlupu í blíðunni

Í morgun tóku nemendur GRV þátt í Skólahlaupi ÍSÍ. Eftir hlaupið voru grillaðar pylsur fyrir nemendur. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og ekki skemmdi veðrið fyrir. Ólympíuhlaup ÍSÍ áður Norræna skólahlaupið hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá 1984 þegar það fór fyrst fram. Á vef ÍSÍ segir að með Ólympíuhlaupi ÍSÍ sé […]
Telja tafirnar óásættanlegar

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir þær miklu tafir sem orðnar eru á framkvæmdum á svokallaðri Rauðagerðislóð á Boðaslóð, en ekkert hefur verið framkvæmt þar síðan lóðinni var úthlutað. Forsaga málsins er sú að bæjarráð samþykkti í byrjun mars árið 2022 að ganga til samninga við Steina og Olla ehf. um uppbyggingu á reitnum að undangegnu tilboðs- […]
Breytt áætlun Herjólfs í september

Herjólfur ohf. hefur gefið út breytta siglingaáætlun fyrir neðangreinda daga. Farþegar sem eiga bókað í ferðir hér að neðan koma til með að fá símtal frá fulltrúum Herjólfs til þess að breyta bókunum sínum. Ef sigla þarf til Þorlákshafnar þessa daga verða gerðar breytingar og fólk látið vita um leið og það liggur fyrir. 10.september […]
MATEY: Mikið hlegið á opnunarhátíðinni

Í gær var haldin opnunarhátíð MATEY Seafood Festival í Sagnheimum, Safnahúsinu í Vestmannaeyjum. Viðburðurinn markaði upphaf hátíðarinnar sem fagnar íslenskum sjávarfangi og framúrskarandi matreiðslu. Í ár eru gestakokkarnir allar konur, leiðtogar í matreiðslu og koma víða að úr heiminum. Mun reynast okkur vel í markaðssetningu erlendis Frosti Gíslason, verkefnastjóri Mateyjar var ánægður með hvernig til […]
Ófært til Landeyjahafnar

Ófært er orðið til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að Herjólfur sigli því til Þorlákshafnar seinni partinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 20:45. Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 18:15, 19:30, 22:00 og 23:15 eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu […]