Lögðu fram tillögur að úrbótum

Staða ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðasta mánuði. Þar var lögð fram samantekt starfshóps sem bæjarráð Vestmannaeyja skipaði í apríl 2023. Hlutverk hópsins var að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Þá sérstaklega aðkomu og göngustíga á helstu ferðamannastöðum. Í afgreiðslu bæjarráðs er fulltrúum í starfshópnum þakkað fyrir […]
ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn

ÍBV vann í kvöld góðan sigur á Selfossi á útivelli í 16. umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu. Lokatölur 0-3. ÍBV er í fjórða sæti með 25 stig, þremur stigum á eftir Fram og Gróttu í sætunum fyrir ofan og eiga Eyjastúlkur því enn möguleika á því að ná öðru sætinu, sem gefur sæti í Bestu […]
Leiðréttar tölur úr Pysjueftirlitinu

Seint í gærkvöldi var greint frá því að mikill fjöldi pysja hefði bæst við í skráninguna á lundi.is. ÞAð reyndist ekki alveg rétt. Í nýrri facebook-færslu eftirlitsins segir: Eins og okkur grunaði var toppurinn í fjölda pysja ekki raunverulegur (sjá neðra grafið). Pysjurnar eru núna 3333 talsins. Efra grafið sýnir raunverulega dreifingu. Það var Rodrigo […]
Ennþá kemur mikið af pysjum í bæinn

Þegar þessi frétt er skrifuð (kl. 11.15) hafa 3601 lundapysjur verið skráðar inn í Pysjueftirlitið á lundi.is. Seint í gærkvöldi voru þær 3535 talsins, en þá kom fram á facebook-síðu eftirlitsins að þetta sé talsvert mikil aukning frá í gær (í fyrradag) þegar 3008 pysjur voru skráðar. Ennfremur segir í færslunni: „Sérstaklega þegar við skoðum […]
Samþykkt að fjölga leikskólaplássum

Leikskóla og daggæslumál voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja nú í vikunni. Fyrir bæjarráði lágu drög að minnisblaði frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna beiðni fræðsluráðs um að koma upp annarri leikskóladeild við Kirkjugerði. Í minnisblaðinu gera framkvæmdastjórarnir grein fyrir framkvæmda-, stofn- og rekstrarkostnaði við nýja sambærilega deild og […]
Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, […]
Suðurlandsslagur á Selfossi

16. umferð Lengjudeildar kvenna hefst í dag með þremur leikjum. Á Selfossi verður Suðurlandsslagur þegar ÍBV kemur í heimsókn. ÍBV hefur aðeins verið að missa flugið eftir ágætis rispu, en liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum og er í fjórða sæti með 22 stig. Selfoss, sem er í bullandi fallbaráttu sigraði lið Aftureldingar á útivelli […]
Nýtt handboltafélag stofnað í Eyjum

Í dag var tilkynnt um stofnun nýs handboltafélags í Vestmannaeyjum, Handknattleiksbandalag Heimaeyjar (HBH). Í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV segir að undanfarin ár hafi ÍBV handboltafélag haldið úti ungmennaliði. „U-liðs leikmenn okkar hafa fram að þessu verið okkar framtíðarleikmenn. Verið landsliðsmenn yngri landsliða og verið að stefna á eða stíga sín fyrstu skref inn í […]
Neysla ferðamanna nánast óbreytt milli ára

Nýjar tölur um greiðslukortaveltu benda til þess að neysla ferðamanna á Íslandi sé nokkurn veginn óbreytt milli ára í stað þess að dragast saman. Endurskoðaðar kortaveltutölur sem Seðlabankinn birti í síðustu viku staðfesta meðal annars þrótt í ferðaþjónustu eins og nýverið var vakin athygli á. Kortaveltutölurnar eru í góðum takti við aðra hagvísa úr ferðaþjónustu. Þegar kemur að […]
Fjórðungs aukning á milli ára

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 28,5 milljörðum króna í júlí samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum um vöruviðskipti sem Hagstofan birti á dögunum. Það er nokkuð myndarleg aukning frá júlí í fyrra, eða sem nemur um 26% í krónum talið. Þar sem gengi krónunnar var um 2% veikara nú í júlí en í sama mánuði í fyrra er aukningin aðeins […]