Maðurinn fundinn heill á húfi

Maðurinn sem leitað var að í Eyjum síðan snemma í morgun er fundinn, heill á húfi. Þetta staðfestir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net. Lögreglan vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem aðstoðuðui við leitina. (meira…)
Róleg nótt að baki

Nóttin var helst til tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum miðað við þann mannfjölda sem nú er í Eyjum. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að aðeins einn hafi gist fangageymslur og var það vegna ölvunar. Þá komu upp tvö minniháttar fíkniefnamál. Hann segir að þrátt fyrir leiðinda veður þá hafi þetta gengið ótrúlega […]
ÍBV vann þjóðhátíðarleikinn

ÍBV vann þjóðhátíðarleikinn gegn lærisveinum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í Njarðvík í gær. Leikið var í Eyjum. Kaj Leo í Bartolsstovu – fyrrum leikmaður ÍBV – skoraði eina mark gestanna í þessum leik. Oliver Heiðarsson lét til sín taka í síðari hálfleik og skoraði hann tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði Eyjamönnum þrjú stig, en […]
Lögreglan lýsir eftir Helga

Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsir eftir Helga Ingimar Þórðarsyni, 21 árs gamall. Helgi er 192 cm á hæð og sást síðast klæddur í svartar buxur, svarta hettupeysu og dökkgrænann bomberjakka. Síðast er vitað um ferðir Helga við Herjólfsdal síðastliðna nótt. Lögreglan biður fólk um að hafa samband í síma 112 ef það veit um ferðir Helga. […]
Veðurstofan gefur út fleiri viðvaranir

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Er þetta önnur viðvörunin sem gefin er út um helgina á Suðurlandi, en þar tekur viðvörunin gildi á morgun, sunnudag kl. 18:00 – mánudagsmorguns kl. 06:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-20 m/s syðst á svæðinu, þ.e. undir Eyjafjöllum og í […]
Óvenju fá fíkniefnamál á Þjóðhátíð

Nóttin var fremur tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri segir aðspurður í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að engin tilkynning um kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir í nótt og er einn í klefa vegna þess, en heilt yfir gistu fimm þjóðhátíðargestir fangageymslur. Tveir þeirra […]
Þjóðhátíð sett í blíðskaparveðri

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett laust fyrir klukkan 15 í dag. Venju samkvæmt er það formaður ÍBV-íþróttafélags sem setur hátíðina. Það kom því í hlut Harðar Orra Grettissonar að gera það í ár en hann tók við formennsku í félaginu í vor. Þór Vilhjálmsson flutti í kjölfarið hátíðarræðu og sr. Viðar Stefánsson var með hugvekju. Halla […]
Þjóðhátíðin okkar!

Íris Róbertsdóttir. bæjarstjóri Vestmannaeyja ritar pistil á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar í dag. Tilefnið er Þjóðhátíðin sem var formlega sett í dag að viðstödddu fjölmenni. Pistil Írisar má lesa í heild sinni hér að neðan. Það er alltaf jafn gaman að sjá Vestmannaeyjar bókstaflega fyllast af fólki sem komið til að gleðja sig og gleðja aðra. Við […]
Gerðu upptæk eggvopn

Nóttin hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum var tiltölulega róleg, að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra. Hann segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að gerð hafi verið upptæk eggvopn hjá tveimur aðilum. Þá gistu tveir fangageymslur og upp komu tvö til þrjú minniháttar fíkniefnamál. Karl Gauti segir gríðalegan fjölda komin í bæinn. Hans tilfinning sé að það sé […]
“Viltu vera memm” – myndband

Út er komið glænýtt tónlistarmyndband við lag hljómsveitarinnar Memm “Viltu vera memm”. Myndbandið var tekið upp um borð í Herjólfi á siglingu á milli lands og Eyja. Myndvinnsla og Edit : Natali Osons og Slava Mart. SN Video Production. Dronetökur : Matthew Parsons. (meira…)