Bar upp tillöguna til fá fram afstöðu allra bæjarfulltrúa
29. janúar, 2025
Hasteinsvollur 20250127 114329 (1)
Hásteinsvöllur. Þjótandi var að byrja jarðvegsframkvæmdir á vellinum í vikunni. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku kom fram tillaga frá Margréti Rós Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þá leið að bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykki að veita ÍBV-íþróttafélagi styrk að upphæð 20 milljón króna til kaupa á hitalögnum til að leggja undir Hásteinsvöll. Bæjarstjóra yrði falið að gera verk- og samstarfssamning um verkið þar sem ábyrgð Vestmannaeyjabæjar annars vegar og ÍBV-íþróttafélags hins vegar væri skilgreind og hlutverk og ábyrgð hvors um sig sett niður. 

Niðurstaða Páls Magnússonar, forseta bæjarstjórnar var að tillaga Margrétar Rósar væri ekki tæk þar sem hún fæli í sér viðauka við fjárhagsáætlun. Lagði forseti til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs. 

Bókað á víxl um málið 

Áður en til atkvæðagreiðslu kom voru lagðar fram þrjár bókanir. Sú fyrsta frá öllum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks. Þar sagði: 

„Málið er búið að fara í gegnum bæjarráð sem hefur vísað málinu áfram til bæjarstjórnar. Það er málinu ekki til hagsbóta að því sé vísað aftur til baka. Eðlilegast væri að bæjarfulltrúar allir myndu fá að greiða atkvæði um málið, annað lítur út eins og einræðistilburðir í stað þess lýðræðis sem núverandi meirihluti státaði sig af í orði en greinilega ekki borði.“ 

Að loknu fundarhléi var lögð fram bókun bæjarfulltrúa E og H lista, þar sem segir: 

„Það eru ólýðræðisleg og forkastanleg vinnubrögð að leggja tillögu um 20 milljón króna fjárútlát fyrir bæjarstjórn sem aðeins minnihluti bæjarstjórnar hefur séð fyrir fundinn og fylgdu ekki fundargögnum. Slíkt er mjög óábyrg meðferð almannafjár. Þetta er heldur ekki í samræmi við bæjarmálasamþykkt er varðar það að bæjarfulltrúar geti kynnt sér þau gögn sem liggja fyrir fundinum til ákvarðanatöku svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun. Því er eðlilegt að málið fari aftur fyrir bæjarráð þar sem bæjarráð var einróma í ákvörðun sinni um málið og fulltrúar allra framboða samþykktu málið.“ 

Að endingu kom fram bókun Hildar Sólveigar Sigurðardóttur, bæjarfulltrúa D listans þar sem sagði: 

„Augljóst er af framkomnum gögnum að kostnaðargreining, mat á nauðsyn og áhrifum vegna hitalagna undir Hásteinsvöll af hálfu Vestmannaeyjabæjar annars vegar og ÍBV íþróttafélags hins vegar er umtalsvert ólík. Verkefnið í heildina var áætlað 280-300 milljónir og var ég tilbúin að styðja þessa tillögu og styrkveitingu sem nemur um 7% aukningu á þeirri fjármögnun til að nýting fjárfestingarinnar til framtíðar verði betri. Undirrituð hefði viljað taka þá lýðræðislegu leið og kjósa um málið hér af 9 bæjarfulltrúum og mótmæli harðlega þeirri ákvörðunarfælni og andlýðræðislegu ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar að vísa málinu aftur til bæjarráðs sem mun einungis lengja feril málsins að óþörfu.“

Margrét Rós Ingólfsdóttir

Verðið að hafa lagnir undir vellinum 

Í samtali við Eyjafréttir segir Margrét Rós aðspurð um hvað hafi vakað fyrir henni að bera upp tillöguna segir hún að hún hafi kynnt sér málið vel, hringt símtöl og sent tölvupósta víðsvegar um landið til að afla sér upplýsinga.  

Þið verðið að hafa lagnir undir vellinum segja allir sem til þekkja. Mikið ber í milli þeirra kostnaðartalna sem bærinn hefur aflað og gagna frá ÍBV íþróttafélagi. Í málinu liggur fyrir beiðni frá ÍBV til kaupa á lögnum fyrir  20 milljónir og ég tel að ef ÍBV treystir sér til þess að græja verkefnið í samstarfi við bæinn fyrir þennan pening, eins og virðist vera, þá skuli á það reyna. 

Ég bar því upp þessa tillögu til þess að bæjarstjórn öll, ekki einungis bæjarráð, myndi fá að kjósa um málið. Ég er vonsvikin með að svo varð ekki og enn vonsviknari með að þeir bæjarfulltrúar sem ekki sitja í bæjarráði hafi ekki barist fyrir því að kosið yrði um tillöguna. Allir bæjarfulltrúar hafa haft sömu tækifæri og tíma og ég til þess að kynna sér málið og taka afstöðu. Það voru einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem voru tilbúnir til þess að kjósa og að klára málið. 

Nú afgreiddi meirihlutinn tillögu þína með að vísa henni til umfjöllunar í bæjarráði. Hefur þú einhverjar vonir um að bæjarráð verði við tillögunni? 

Tel það hæpið enda hefur bæjarráð áður synjað þessari sömu tillögu, segir Margrét að endingu. 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst