Vann 54 milljónir uppi í bústað

Það fóru efalaust margir í pottinn í sumarbústöðum landsins um síðustu helgi en fáir voru þó jafn lukkulegir og sá sem vann stóra pottinn í Lottóinu uppi í bústað með kærustunni. Þar var á ferðinni tæplega fimmtugur karlmaður sem nýtti sér tæknina í sveitasælunni til að kaupa Lottómiða í appinu á laugardeginum, enda fyrsti vinningur […]
Urðu að finna auka 150 metra fyrir hvítu tjöldin

Allt stefnir í metfjölda hvítra tjalda á Þjóðhátíð í ár. Að sögn Ellerts Scheving Pálssonar framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags hefur aldrei verið eins mikil aðsókn í lóðir. „Það bætist í á hverju ári.” segir hann í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net. Aðspurður um hvort ekki sé jákvætt að ásókn í hvít tjöld sé að aukast svarar Ellert að sjálfsögðu sé það jákvætt. „Það er greinilegt að hátíðin […]
Loka bæjarskrifstofunum í tvær vikur

Á vef Vestmannaeyjabæjar er greint frá því að bæjarskrifstofunum verði lokað dagana 29. júlí – 9. ágúst vegna sumarleyfa. Þar er jafnframt tekið fram að ef erindin séu brýn og þoli ekki bið megi senda tölvupósta á framkvæmdastjóra sveitarfélagsins eða á barnaverndarþjónustu. Sjá nánar. (meira…)
Líflegt í höfninni þrátt fyrir afföll

Það var líflegt um að litast í höfninni í gær. Tvö farþegaskip höfðu viðkomu en upphaflega stóð til að þau yrðu fjögur. Tvö þeirra, Nieuw Statendam og Balmoral slepptu viðkomu og sigldu framhjá eftir að hafnsögumenn hafnarinnar höfðu farið með skipin útsýnishringi í kringum Heimaey. Í færslu á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar segir að þetta sé ótrúlega […]
Mæta Gróttu á útivelli

Tveir leikir fara fram í tólftu umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. Í fyrri leik kvöldsins tekur Grótta á móti ÍBV. Grótta er í þriðja sæti með 19 stig og hefur ekki tapað í fimm síðustu leikjum, sigrað þrjá og gert tvö jafntefli. Eyjaliðið erí sjötta sætinu með 16 stig en liðið hefur verið á ágætri […]
Fyrst karfi, síðan ýsa og þorskur

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi af karfa í Eyjum sl. sunnudag. Í morgun landaði skipið síðan nær fullfermi af ýsu og þorski. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri er tekinn tali á vef Síldarvinnslunnar. Þar er hann fyrst spurður um hvernig karfatúrinn hefði gengið. „Hann gekk býsna vel. Við fengum karfann að mestu í Skerjadýpinu og það […]
Ánægðir með breytingarnar

Gullberg VE stoppaði stutt við í Eyjum eftir viðhaldsstopp í Slippnum á Akureyri. Leiðin lá beint á makrílmiðin. Halldór Alfreðsson, er með skipið í túrnum, en hann leysir Jón Atla Gunnarsson skipstjóra af. Halldór er einungis 27 ára gamall. Rætt er við Halldór á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir hann veiðina vera búna að vera trega. […]
Sögusetrið 1627 í Einarsstofu – fyrri hluti

Um síðustu helgi bauð Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Sjá má sjá upptöku Halldórs B. Halldórssonar frá fyrri hluta síðari dagsins hér að neðan. Einnig má sjá myndir frá dagskránni í Einarsstofu hér að neðan. (meira…)
Fleiri laxahrogn til Laxeyjar

Laxey tilkynnti um það í byrjun vikunnar að tekið hafi verið á móti þriðja laxahrognaskammtinum hjá fyrirtækinu. Fram kemur á veffréttasíðu Laxeyjar að fyrirtækinu hafi í þetta sinn borist skammtur frá Benchmark Gentics upp á 900 þúsund hrogn. Það sé 75 prósent af heildarframleiðslugetu stöðvarinnar. Þar segir jafnframt að í seiðastöðinni séu núna lífmassi í […]
Tyrkjaganga – fyrsti hluti

Í dag bauð Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru liðin 397 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu, drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu djúp spor í […]