Þorskur kemur fyrst, svo lax

Það er gömul saga og ný að þorskur er sú fisktegund sem skilar mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið af öllum þeim tegundum sem Íslendingar veiða, ala, vinna og selja. Hann ber í raun höfuð og herðar yfir aðrar fisktegundir í þeim efnum og þannig hefur það verið svo áratugum skiptir. Frá þessu er greint í fréttabréfi […]

Fargjald í lands­byggðar­-strætó hækkar

Fargjöld stakra farmiða í landsbyggðarstrætó munu hækka úr 570 kr. í 600 kr. þann 1. júlí næstkomandi. Breytingin er í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs en síðast var fargjald í strætó á landsbyggðinni hækkað í júlí 2023. Verð á tímabilskortum og nemakortum haldast óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fargjöld með landsbyggðarstrætó […]

Öryggismál áhafna hjá VSV nútímavædd

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að innleiðingu á öryggisstjórnunarkerfinu Öldunni hjá áhöfnum á skipum Vinnslustöðvarinnar. Lilja B. Arngrímsdóttir, mannauðsstjóri VSV segir í samtali við VSV-vefinn að í fyrrasumar hafi Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í öryggismálum, haft samband við hana og spurt hvort Vinnslustöðin vildi fá kynningu á nýrri stafrænni lausn í öryggismálum sjómanna sem hann […]

Freyja á Nýlendu 100 ára

Freyja Stefanía Jónsdóttir frá Nýlendu er 100 ára í dag. Hún er elsti íbúi Vestmannaeyja. Haldið var upp á aldarafmælið á heimili Freyju á Hraunbúðum í dag. Þar var Freyju m.a. afhent skjal frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni sem á einmitt afmæli í dag einnig en hann er fæddur í Reykjavík 26. júní árið […]

Þurfa að taka afstöðu til margra þátta

Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum var tekið fyrir á síðasta fundi fjölskydu- og tómstundaráðs. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór þar yfir þá þætti er varðar rekstur og uppbyggingu íþróttamála og þær ábendingar og hugmyndir sem hafa borist frá aðildarfélögum ÍBV-héraðssambands. Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðsmenn geri sér grein fyrir því að […]

Nýr hetjusöngur Vina og vandamanna

Eins og fram hefur komið halda Vinir og vandamenn þátttökutónleika í Höllinni þann 4. júlí og þar ætla þeir ekki aðeins að flytja eldri Eyjalög heldur verða einnig frumflutt tvö ný, sem bæði krefjast virkrar þátttöku áhorfenda. Það fyrra heitir, “Kappar þrír’ og er fjögurra erinda hetjukvæði eftir Leif Geir Hafsteinsson um þá Oddgeir Kristjánsson, […]

Ásta Björk nýr aðalbókari hjá bænum

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Ástu Björk Guðnadóttur í stöðu aðalbókara. Fjórir umsækjendur voru um stöðuna en einn dró umsókn sína til baka. Í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum segir að Ásta Björk hafi lokið námi frá NTV í bókhaldi og tók próf til viðurkenningar sem bókari með framúrskarandi árangri í lok árs 2023. Áður hafði Ásta Björk lokið […]

Eyrún ráðin verkefnastjóri

Eyrún Haraldsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra í æskulýðs- og tómstundamálum hjá Vestmannaeyjabæ. Í tilkynningu á vefsíðu bæjaryfirvalda segir að ein umsókn hafi borist um stöðuna. Eyrún uppfyllir öll skilyrði umsóknar. Hún er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum og býr yfir fjölbreyttri starfsreynslu á því sviði auk annarra menntunar og starfsreynslu sem […]

Felldu tillögu um niðurfellingu krafna

Á síðasta degi Alþingis fyrir sumarleyfi lagði Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins fram breytingatillögu við frumvarp til laga um breytinga á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Bergþór segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að breytingatillaga hans hafi gengið út á að Alþingi tæki ákvörðun um að fella niður allar kröfur á svokölluðu […]

Vinnuhóp falið að útfæra skipulag á Básaskersbryggju

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í liðinni viku gerðu starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs grein fyrir fundi sem þau sátu með Vegagerðinni þann 5. júní síðastliðinn um skipulag og hugmyndir varðandi Básaskersbryggju. Ráðið ákvað að skipa vinnuhóp til að útfæra framtíðarskipulag á Básaskersbryggju. Í hópnum skulu sitja formaður ráðsins, framkvæmdastjóri sviðsins, hafnarstjóri og bæjarstjóri. Þá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.