Líkt og greint var frá í gær hér á Eyjafréttum sáust á lofti glitský í Eyjum og víðar um landið. Ekki er útilokað að hægt verði að sjá þau aftur í dag. Glitský eru marglit ský og eru þau í heiðhvolfi ofan við veðrahvol, í um 45,000 til 90,000 feta hæð. Þau eru frá hæð ósonlagsins og langt upp fyrir það. Þarna getur kuldi farið niður í -50 til -90°c, þannig að frostið er mikið þar sem glitskýin eru.
Til gamans má geta þess að farþegaflugvélar fljúga yfirleitt í 30,000 til 39,000 feta hæð. Óskar Pétur Friðriksson myndaði skýin í gær og má sjá skemmtilega myndasyrpu frá honum hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst