30 mínútna hreyfing á dag
Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, Óla Heiða, er heilsuþjálfari og leiðtogi í Janusar-verkefninu í Eyjum. Rætt var við hana í síðasta tölublaði Eyjafrétta. „Ég fylgdist með Janusi meðan hann var að vinna að doktorsrannsókn sinni um þjálfun eldra fólks, styrktarþjálfun og þolþjálfun. Hafði samband við hann og vildi svo vel til að Þór Vilhjálmsson, formaður Félags eldri […]
Góð heilsa ekki sjálfgefin
Í fimm ár hefur Eyjamönnum 60 ára og eldri boðist að taka þátt í heilsueflingarverkefninu, Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum á vegum Janusar heilsueflingar sem hefur sérhæft sig í heilsueflingu 60 ára og eldri. Að baki liggja niðurstöður doktorsrannsóknar Janusar Guðlaugssonar. Markmiðið er að koma til móts við fólk sem vill efla heilsu sína og […]
„Gullið tækifæri“
„Þarna erum við að sjá drauminn rætast eftir fjögurra ára þrotlausa vinnu. Auðvitað fylgdi því stress áður en við lögðum af stað, en árangur túrsins var langt umfram væntingar,“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rauðátuleiðangur á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni HF 30 í maí sl. „Hann stóð í 3 daga og við höfum sýnt […]
Árið 2024 byrjar vel
Árið 2023 var gott ár í ferðaþjónustu á Íslandi og sóttu um 2,2 milljónir manna landið heim. Aðeins einu sinni áður höfðu erlendir ferðamenn verið fleiri. Það var árið 2018 þegar 2,3 milljónir erlendra ferðamanna lögðu leið sína hingað til lands. Ferðamenn sem komu hingað í fyrra eyddu að jafnaði meira en árið 2018. Þetta […]
Laxey fær rekstrarleyfi í Viðlagafjöru
Matvælastofnun hefur veitt Laxey hf. rekstrarleyfi til fiskeldis á landi í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. Fram kemur á vef Matvælastofnunnar að um sé að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna hámarkslífmassa vegna matfiskeldis á laxi og regnbogasilungi. Laxey hf. sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna hámarkslífmassa matfiskeldi á laxi og regnbogasilungi í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. […]
Skútan í slipp
Þann 5. júní síðastliðinn var björgunarskipið Þór kallað út vegna erlendrar skútu sem lent hafði í töluverðum vandræðum djúpt suður af landinu. Skútan hefur verið í Eyjum síðan en skipta þurfti um gír í skútunni, auk þess sem endurnýja þurfti segl skútunnar sem hafði farið illa í barningnum. Skútan var tekin á þurrt í dag […]
Boginn fjarlægður
Á sunnudaginn síðastliðinn fékk Lögreglan í Vestmannaeyjum tilkynningu um að litlum kranabíl hafi verið ekið á miðbæjarbogann með þeim afleiðingum að hann skemmdist og skekktist. https://eyjar.net/midbaejarboginn-skemmdur/ Í morgun var boginn svo fjarlægður af starfsmönnum þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar og Eyjablikks. Ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net smellti nokkrum myndum þegar verið var að taka hann niður. (meira…)
Ræddu slipp, afleysingarskip og ferðamanna-sumarið
Á fundi stjórnar Herjólfs ohf. í síðasta mánuði var rætt um fyrirhugaðan slipp næsta haust og Herjólf III sem væntanlegt afleysingarskip. Þá kom fram að farþegar í apríl hafi verið 20% fleiri en gert var ráð fyrir í áætlun en farþegafjöldi er sambærilegur miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra. Einnig var rætt um […]
Fjórir sóttu um starf aðalbókara hjá bænum

Á dögunum var auglýst laust er til umsóknar starf aðalbókara hjá Vestmannaeyjabæ. Um er að ræða 100% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins, og í því felst yfirumsjón með öllu bókhaldi sveitarfélagsins og stofnana þess, afstemmingu, uppgjöri og annarri bókhaldsvinnu. Samkvæmt upplýsingum frá Drífu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs bárust Vestmannaeyjabæ fjórar umsóknir um starfið, en ein […]
Segja lundastofninn í hættu
Samkvæmt nýjustu gögnum um stöðu lundastofnsins þá hefur lunda fækkað mikið á síðustu 30 árum. Þetta sýna gögn frá Náttúrustofu Suðurlands, sem sér um vöktun lundastofnsins við Íslandsstrendur. Af þeim ástæðum biðla Umhverfisstofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. Þetta kemur fram í tilkynningu […]