Hlaut minniháttar meiðsl

Mikið skemmd bifreið á Eiðinu hefur vakið athygli vegfarenda um helgina. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns Lögreglunnar í Vestmannaeyjum kom mál þetta upp á föstudagskvöldið og liggur nokkuð ljóst fyrir. Stefán segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að rannsókn sé þó ekki lokið því ástand ökumanns er í skoðun. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsli. (meira…)

Fiskeldistækni kennd í Eyjum

Fisktækniskóli Íslands í samstarfi við Visku ætlar að bjóða upp á nám í Fiskeldistækni á framhaldsskólastigi í Vestmannaeyjum í haust. Störf í haftengdum greinum krefjast stöðugt meiri gæða og aukinnar fagþekkingar starfsfólks. Námið hentar fólki sem er í starfandi í fiskeldi eða hefur áhuga á framtíðarstarfi á því sviði. Námið er skipulagt með þarfir atvinnulífs í […]

Á vertíð í Eyjum 1960 og verið hér síðan

Siglfirðingurinn Rabbi og Eyjakonan Inga saman í lífsins ólgusjó. Hann stundaði sjóinn og hún sinnti sjúklingum. Ómar Garðarsson ræddi við þau hjón í aðdraganda sjómannadagsins. „Ég er fæddur og uppalinn á Dalabæ vestan Siglufjarðar og er þar til sjö ára aldurs að við flytjum til Siglufjarðar. Er þar til fjórtán ára aldurs. Kláraði skyldunámið og fór […]

Nýjung í ferðaþjónustu í Eyjum

Á morgun hefur starfsemi í Vestmannaeyjum nýtt fyrirtæki í ferðaþjónustu en um er að ræða svokallaðan “hop on, hop off” strætó. Þar er á ferðinni rúta sem keyrir fyrir fram ákveðna leið eftir tímatöflu sem sjá má hér að neðan. Það er Eyjamaðurinn Sindri Ólafsson sem stendur að þessu skemmtilega verkefni. „Ég hef verið með […]

Til áskrifenda Eyjafrétta

Í byrjun júlí er ráðgert að setja í loftið nýja heimasíðu fyrir Eyjafréttir og Eyjar.net. Þar munu áskrifendur fá aðgang til að lesa blöðin á síðunni. Til að tryggja að allir áskrifendur séu að fá aðgang er nauðsynlegt að yfirfara allar notendaupplýsingar fyrir nýja kerfið. Því biðjum við áskrifendur að skrá inn upplýsingarnar hér að […]

Jarðvegs-framkvæmdir í Herjólfsdal

Undanfarna daga hefur verið unnið að jarðvegsframkvæmdum í Herjólfsdal. Nánar tiltekið á milli veitingatjalds-undirstöðunnar og setningarsteinsins. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að þetta sé á vegum ÍBV. „Það er verið að slétta flötina sem er undir Tuborg tjaldinu og verður sett torf aftur á að því loknu.“   […]

Góð heilsa ekki sjálfgefin

Í fimm ár hefur Eyjamönnum 60 ára og eldri boðist að taka þátt í heilsueflingarverkefninu,  Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum á vegum Janusar heilsueflingar sem  hefur sérhæft sig í heilsueflingu 60 ára og eldri. Að baki  liggja niðurstöður doktorsrannsóknar Janusar Guðlaugssonar. Markmiðið er að koma til móts við fólk sem vill efla heilsu sína og […]

Sigraði 106 km hlaupið

Hengill Ultra fór fram um helgina í Hveragerði. Eyjamaðurinn Friðrik Benediktsson sigraði þar 106 km hlaupið. Friðrik kom í mark á tímanum 14 klukkustundum og 36 mínútum. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Friðrik. Ester María Ólafs vann kvennaflokkinn. Í öðru sæti karla var Senan Oesch frá Swiss en svo komu þeir Hrólfur Vilhjálmsson og Egill Trausti […]

Hamingja íbúa könnuð

mannlif_opf_2023

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í nýrri íbúakönnun landshlutanna. Íbúar Stranda og Reykhóla ásamt Vestur-Húnavatnssýslu voru óhamingjusamastir í könnuninni. Í könnuninni er afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls 40 búsetuskilyrði eftir 24 […]

Kári hvergi nærri hættur

DSC_1508

Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn knái hefur framlengt samningi sínum við ÍBV. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að það sé með mikilli ánægju sem tilkynnist að Kári hafi ákveðið að taka eitt tímabil enn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs! Kári sem verður fertugur síðar á árinu segir í samtali við Vísi að hann taki annað […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.