Fullfermi landað í Eyjum

bergur_vestm_ey_20240521_120340

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í morgun. Að lokinni afar góðri vertíð hefur nú verið hægt á veiðinni hjá báðum skipum. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar í dag. Þar eru þeir spurðir hvar hefði verið veitt og hvernig aflinn væri samansettur. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, […]

Tefla fram sameiginlegu liði

ibv_2_fl_kv_fb

ÍBV og Grindavík munu tefla fram sameiginlegu liði í 2. flokki kvenna í sumar, að því er segir í tilkynningu á facebook-síðu ÍBV. Þar segir jafnframt að þær hafi hafið leik í gær í bikarnum og unnu Hauka 11-4. Sannarlega glæsilegt hjá þessu sameiginlega liði. „Það er gaman að sjá þessi tvö bæjarfélög og félög […]

Kviknaði í fjórhjólum

fjorhjol_eldur_slv_c

Neyðarlínan boðaði Slökkvilið Vestmannaeyja út klukkan hálf tvö í dag vegna elds í fjórhjólum sem stödd voru á akveginum á Stórhöfða. Fram kmeur á facebook-síðu slökkviliðsins að þegar að var komið logaði eldur í fjórum af sex hjólum sem lagt hafði verið í vegkantinum. Strax var farið í það að bjarga þeim tveimur hjólum sem […]

Fleiri farþegar til Eyja

farþegaskip_vigtartorg_20240521_130534

Fyrstu skemmtiferðaskipin þetta sumarið komu til Eyja fyrr í mánuðinum. Þau munu svo hafa reglulegar viðkomur hér í Eyjum í allt sumar og fram á haust. Raunar er búist við metfjölda farþega til Eyja með skemmtiferðaskipum í ár, en í fyrra komu um 33 þúsund farþegar þessa leið til Eyja. Eitt þeirra liggur nú við […]

Samið við sjúkraþjálfara

mynd-Steindór4

Nýr samningur milli Sjúkratrygginga og Félags sjúkraþjálfara til fimm ára var undirritaður í dag og staðfestur af Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra. „Þetta eru mikil tímamót eftir rúmlega fjögurra ára samningsleysi sem hefur bitnað á notendum þjónustunnar. Með samningnum falla niður aukagjöld sem lögð hafa verið á þjónustuþega. Samningurinn stuðlar þannig að auknum jöfnuði. Jafnframt er […]

Þingið samþykkir hækkun húsnæðisbóta

hus_midbaer_bo

Alþingi samþykkti í lok síðustu viku lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra, um breytingar á lögum um húsnæðisbætur. Markmið laganna er að styðja við nýgerða kjarasamninga til fjögurra ára á almennum vinnumarkaði með því að hækka húsnæðisbætur og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna og draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda. Í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu segir að gert sé ráð […]

Þrír frá ÍBV í æfingahóp U-20

handbolti-18.jpg

Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon hafa valið þá Elmar Erlingsson, Hinrik Huga Heiðarsson og Ívar Bessa Viðarsson í hóp til undirbúnings fyrir vináttulandsleiki gegn Færeyjum sem leiknir verða dagana 1. – 2. júní 2024. Æfingar fara fram á höfðuborgarsvæðinu, segir í frétt á heimasíðu ÍBV þar sem þeim er óskað til hamingju með […]

Ljúka sveinsprófi í vélvirkjun

velvirkjar_hafnareyri_24_m

Birkir Freyr Ólafsson og Bogi Matt Harðarson hafa lokið sveinsprófi í vélvirkjun og Tinna Mjöll Guðmundsdóttir nær sama áfanga til fulls í september. Út af hjá henni stendur hluti verklega prófsins og það klárast í Tækniskólanum í Hafnarfirði á haustdögum. Í frétt á Vinnslustöðvarvefnum segir að öll hafi þau stundað nám í Framhaldsskóla Vestmannaeyja undanfarin […]

Bjóða í morgunbolla

ráðhúsið_okt_2022

„Hagsmunamálin skipta okkur öll miklu máli. Verða þau rædd í næsta morgunbolla.“ segir í tilkynningu á facebook-síðu Vestmannaeyjabæjar, en næsti morgunbolli verður einmitt í fyrramálið í Ráðhúsinu. Þar verða bæjarstjóri og fulltrúar í bæjarráði til viðtals. Fram kemur í auglýsingu að helstu hagsmunamálin verði kynnt og rædd ásamt öðru sem hvílir á bæjarbúum. Allir eru […]

Þórsarar í heimsókn á Hásteinsvelli

ÍBV_2023_fotb

Tveir leikir fara fram í Lengjudeild karla í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Þór Akureyri. Eyjamenn með 3 stig eftri tvær umferðir, en Þórsarar með 4 stig úr jafn mörgum leikjum. Flautað verður til leiks í báðum leikjum dagsins klukkan 14.00, en hin viðureignin er milli Grindavíkur og Gróttu. Upphitun fyrir leik ÍBV […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.