Áfrýjar til Landsréttar

Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélags Íslands, hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands til Landsréttar. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Bergvins. Greint er frá þessu á fréttavef Morgunblaðsins – mbl.is. Bergvin var dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum, en brotin áttu sér stað á árunum 2020 til 2022 og voru […]
Ófært vegna veðurs og sjólags

Herjólfur fór fyrstu tvær ferðir dagisns milli lands og Eyja. Næstu tvær ferðið falla hins vegar niður vegna veðurs og sjólags. Það eru ferðir frá Vestmannaeyjum kl 12:00 og 14:30 og frá Landeyjahöfn kl 13:15 og 15:45. Hvað varðar siglingar seinni part dags verður gefin út tilkynning fyrir kl. 15:00 í dag. Farþegar sem eiga […]
Íbúakosning án frekari upplýsinga

Fyrr í mánuðinum samþykkti bæjarstjórn Vestmannaeyja að fara í íbúakosningu til að kanna hug íbúa, hvort hefja skuli vinnu við að byggja upp þróunarsvæðið M2 sem fór undir hraun í gosinu árið 1973 eða ekki. Fram kom í bókuninni að stefnt sé að því að íbúakosningin fari fram samhliða næstu alþingiskosningum. Þar kom einnig fram […]
Sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni

Héraðsdómur Suðurlands hefur sakfellt Bergvin Oddsson, fyrrverandi formann Blindrafélags Íslands, fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum. Brotin áttu sér stað 7. júlí 2020, 1. júní 2021 og 20. júní 2022. Þau voru öll framin í Vestmannaeyjum. Bergvin var dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða […]
Gul viðvörun á hvítasunnudag

Búið er að gefa út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi. Búist er við austan hvassviðri eða stormi og tekur viðvörunin gildi á morgun, hvítasunnudag. kl. 08:00 og er í gildi til kl. 21:00 á Suðurlandi. Í viðvörunartexta Veðurstofunnar fyrir Suðurland segir: Gengur í austan 15-23 m/s, hvassast austantil. Búast má við mjög […]
Líflegt á Heimaey

Það var líflegt um að litast í Eyjum í gær, enda viðraði vel. Halldór B. Halldórsson fór um norðurhluta Heimaeyjar. Þar koma fyrir framkvæmdir, ferðaþjónusta, grjóthleðsla og sjómennska. Hann sýnir okkur hér að neðan hvað fyrir augu bar. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Funda loks með Eyjamönnum

HS Veitur hafa nú auglýst opinn íbúafund í Vestmannaeyjum. Fram kemur í auglýsingunni að á fundinum ætli forsvarsmenn fyrirtækisins að fjalla um veiturnar í Eyjum sem sjá íbúum og atvinnulífi fyrir rafmagni, hita og vatni. Hver staðan sé og hver framtíðin sé í rekstri þessa mikilvægu innviða. Fyrirtækið hefur verið mikið í umræðunni í Eyjum […]
Fraktskipið farið frá Eyjum

Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt sigldi frá Eyjum á fjórða tímanum í dag. Skipið heldur leið sinni áfram til Rotterdam. Krafist er farbanns yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. Héraðsdómur Reykjaness er með farbannskröfu á skipstjóra og þann stýrimann sem var á vakt til meðferðar. Óskar Pétur […]
„Listi af tækifærum til nýsköpunar“

Nú er opið fyrir umsóknir um nýtt starf. Starf nýsköpunarstjóra Uppsjávariðnaðarins. Að sögn Tryggva Hjaltasonar, sem hefur umsjón með ráðningu er starfið unnið á vegum Þekkingarseturs Vestmannaeyja og verður staðsett í Vestmannaeyjum, en í nánu samstarfi við Félag Uppsjávariðnaðarins. Þetta stór minnkar stærsta óvissulið frumkvöðulsins „Í félagi Uppsjávariðnarins eru mörg af stærstu og öflugustu fyrirtækjum […]
30 umsóknir bárust

Vestmannaeyjabær auglýsti í apríl eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu “Viltu hafa áhrif 2024?” Um er að ræða síðari úthlutun fyrir árið 2024. Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn. Fram kemur í fundargerð […]