Síðasta skoðanakönnunin fyrir komandi þingkosningar birtist í dag. Það er Gallup sem kannaði fylgi flokka sem bjóða fram til Alþingis. Könnunin var gerð dagana 23.-29. nóvember.
Ef við skoðum Suðurkjördæmi sérstaklega í þessari könnun má sjá að Sjálfstæðisflokkur hefur mest fylgi, eða 23,3%. Hástökkvarinn frá könnun sem gerð var í kjördæminu í síðasta mánuði er Flokkur fólksins sem mælist nú með 21,1% og bætir við sig um 12%.
Viðreisn mælist þriðji stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi, og er með 14,8%. Miðflokkurinn dalar á milli kannana og mælist nú 13,2% en var í 21,6% í október. Samfylking dalar einnig og er nú í 12,8%, en var með 19,4%. Framsókn er með 10% fylgi. Sósíalista-flokkur Íslands mælist með 1,9% og VG er með 1,3% í Suðurkjördæmi. Fjöldi svara í kjördæminu var 315.
Nánar má kynna sér nýjasta þjóðarpúls Gallup á vef RÚV.
Streymi frá leiðtogaumræðunum á Rúv í kvöld má nálgast hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst