Bæjarfulltrúar ræða verkfallið á Herjólfi
23. mars, 2014
Verkfall undirmanna á Herjólfi er farið að bíta og skaða. �?olinmæði Vestmannaeyinga gagnvart þessari deilu er komin að þolmörkum. Deiluaðilar geta ekki leyft að hafa samgöngur Vestmannaeyja í flimtingum. Ummæli eins og �??menn gætu dinglað við þetta fram á sumar”, eru í hæsta máta óheppileg, en vonandi sýna þau ekki þann samningsvilja sem ætlast er til. Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í vikunni var verkfall undirmanna tekið til umræðu, þar sem bæjarfulltrúar lýstu áhyggjum sínum og stöðunni eins og hún blasir við þeim. Ef heldur áfram sem horfir, getur Alþingi ekki skilað auðu í þessari deilu. Skera þarf deiluaðila niður úr snörunni. Kjör starfsmanna Herjólfs eru eitt, samgöngur við Vestmannaeyjar eru annað.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst