Bæjarstjórn Árborgar boðar til íbúafundar vegna jarðskjálftanna síðustu daga. Á fundinn mæta fulltrúar frá sveitarfélaginu, almannavörnum, lögreglu, björgunarsveitum, Rauða krossinum, Heilbrigðisstofnun og Viðlagatryggingu Íslands.
Farið verður yfir stöðu mála og það sem framundan er.
Fundurinn verður haldinn í Sunnulækjarskóla á Selfossi, sunnudaginn 1. júní og hefst hann kl. 17.00.
Bæjarstjórinn í Árborg
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst