Innanríkisráðuneytið úrskurðaði á síðasta ári að bæjarstjórn Vestmannaeyja væri óheimilt að fella niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði 70 ára og eldri. �?að var fyrst gert árið 2012, aftur á síðasta ári og í fjárhagsáætlun fyrir nýbyrjað ár stendur ákvörðunin óhögguð þrátt fyrir athugasemd ráðuneytisins. Málið er enn til skoðunar í ráðuneytinu en bæjarstjóri segir að þarna fari bæjarstjórn að lögum um málefni aldraðra þar sem kveðið er á um að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf.
�?að var í febrúar 2012 að bæjarstjórn tók ákvörðun um að fella niður fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði í eigu íbúa 70 ára eða eldri á árinu 2012. Innanríkisráðuneytið vildi á síðasta ári fá upplýsingar um hvernig staðið var að þessum málum hjá Vestmannaeyjabæ á því ári og hvaða ákvarðanir hafi verið teknar að þessu leyti fyrir árið 2014.
Rök bæjarstjórnar fyrir ákvörðuninni er sterk staða bæjarsjóðs sem geri það að verkum að hægt sé að lækka álögur á eldri borgara með það fyrir augum að gera þeim kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði. Afslátturinn nær til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í og gildir þegar annað hjóna eða sambúðaraðili hefur náð 70 ára aldri.
�??Vestmannaeyingar hafa í gegnum tíðina borið gæfu til að standa vel að málefnum eldri borgara. Á stuttum tíma hafa orðið miklar breytingar í áherslum í öldrunarþjónustu, sérstaklega í húsnæðismálum og heimaþjónustu. Kröfur um aukið sjálfstæði og öryggi eru sem betur fer sjálfsagðar. Stefna Vestmannaeyjabæjar er að leitast ætíð eftir því að tryggja aukið sjálfstæði í búsetu- og þjónustuþáttum. Markmiðið er að þjónustan verði ekki bundin við stofnanir heldur búi fólk við heimilislíf að eigin vali eins lengi og mögulegt er,�?? segir m.a. í bókun bæjarráðs um málið.
Nánar í Eyjafréttum.