Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var fjallað um borgarafund um samgöngur á sjó milli lands og Eyja, sem haldinn var miðvikudaginn 21. febrúar síðastliðinn.
Bæjarráð fagnar því að ráðherra skuli eiga bein og milliliðalaus samskipti við bæjarbúa um samgöngur á sjó. Jafnframt undirstrikar ráðið þann sterka vilja sem ríkir, bæði meðal bæjarfulltrúa og bæjarbúa, um að Vestmannaeyjabær taki yfir rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs.
Fram kom að samgöngur á sjó milli lands og Eyja sé lífæð Vestmannaeyinga og ráði miklu um þróun samfélagsins til framtíðar. �?að er því afstaða ráðsins að samfélagsleg sjónarmið eigi að ráða för þegar ákvarðanir eru teknar um stjórn og skipulag reksturs Herjólfs. Í því samhengi minnir bæjarráð á þann einhug sem þingmenn Suðurlands hafa sýnt hvað þetta mál varðar og dugar þar að vísa til blaðagreinar núverandi samgönguráðherra í Eyjafréttum þann 18. október sl., þar sem segir: �??�?g er sammála að skynsamlegt er að taka hugmyndum fagnandi um að Vestmannaeyjabær sjái um rekstur ferjunnar. Enginn er betri til að meta þörfina en heimamenn sjálfir.�??
Undir þessi orð ráðherra tekur bæjarráð heilshugar og telur skynsamlegt að ráðast í nauðsynlegar breytingar á skipulagi reksturs Herjólfs nú þegar ný ferja leysir eldra skip af hólmi á haustdögum 2018.
Með þennan skýra og einbeitta vilja ráðherra að leiðarljósi óskar bæjarráð eftir því að samgönguráðherra eigi fund með bæjarstjórn Vestmannaeyja um þessi mál svo skjótt sem verða má. �?skað er eftir því að fundurinn fari fram eigi síðar en í annarri viku marsmánaðar 2018.