Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir sem hún hyggst hrinda í framkvæmd fyrri áramót og eru til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Um þær má segja að þar er gott skref í rétta átt. Það er sjálfsagt að stuðla að því að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga fyrir jólahlé Alþingis. En það ber að undirstrika að skref í rétta átt jafngildir auðvitað ekki því að leiðarenda sé náð á þeirri vegferða ð bæta kjör ofangreindra hópa. Enn verður margt ógert og rétt og skylt að minna á það þegar umræðan verður í þinginu næstu daga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst