Baldur leysir Herjólf af í september
Á fundi bæjarstjórnar í í síðustu viku var fjallað um samgöngumál. Elliði Vignisson, bæjarstjóri lagði á fram minnisblað sem hann tók saman um samgöngumál en þar kemur m.a. fram að Herjólfur mun fara í slipp í Svíþjóð í byrjun september og verði þar til loka mánaðarins. Áætlað er að Breiðafjarðarferjan Baldur muni leysa Herjólf af hólmi en unnið verður að endurbótum á Herjólfi til að bæta siglingagetu skipsins í Landeyjahöfn.
�?etta kemur fram í minnisblaði Elliða, sem hann birti á bloggsíðu sinni, ellidi.is:
Slipptaka Herjólfs
Stefnt er að því að HERJ�?LFUR sigli fulla áætlun sunnudaginn 7. sept. en fari síðan á miðnætti þess dags til viðhalds og breytinga hjá �?resundsvarvet AB í Landskrona í Svíþjóð, lægstbjóðanda í sameiginlegu útboði Vegagerðarinnar og Eimskipa á viðhaldi og breytingum á Herjólfi. Gert er ráð fyrir að skipið fari í slipp í Landskrona að morgni 11. sept. og skv. tilboði verktaka tekur verkið 12 almanaksdaga, þ.e. fram til 23. sept. Í kjölfar þess er reiknað með einum degi í hallaprófun og heimsiglingu að morgni 24. sept. og að HERJ�?LFUR hefji áætlanasiglingar frá Vestmannaeyjum að morgni laugardagsins 27. sept.
Vegagerðin hefur þegar aflað undanþáguheimilda innanríkisráðuneytisins fyrir siglingar Baldurs frá Vestmannaeyjum í ofangreindri fjarveru Herjólfs í haust. �?ess utan hefur Vegagerðin gengið frá samningum við Sæferðir ehf um leigu Baldurs til afleysingasiglinga fyrir Herjólf á umræddu tímabili. Baldur mun því hefja áætlanasiglingar frá Vestmannaeyjum að morgni 8. sept. og halda sömu áætlun og gilt hefði ella fyrir Herjólf á umræddum tíma.
Ofangreint er þó háð fyrirvörum um að boðnir verktímar í viðgerðum Herjólfs haldi og einnig að sjólag sé innan takmarkana þeirra sem getið er í fyrrnefndu undanþágubréfi innanríkisráðuneytisins. Samningar Vegagerðarinnar og Sæferða ehf. um Baldur heimila Vegagerðinni lengri leigu á Baldri, ef til seinkana kemur á viðgerðum Herjólfs eða af öðrum ástæðum.
Helstu breytingar á Herjólfi í viðgerðahléinu frá áætlanasiglingum verða
i) að stefni skipsins verður rúnað, þar sem nú er flatjárn;
ii) aftari veltikilir skipsins verða verulega lengdir og
iii) sett verður upp opnanlegt vatnsþétt þverskips �??flóðhlið�?� (floodgate) á bandi 31 á bíladekki skipsins.
Tvær fyrrnefndar breytingar eru ætlaðar til að auka stefnufestu skipsins, en sú síðastnefnda er forsenda fyrir frekari óbreyttum siglingum Herjólfs frá Vestmannaeyjum eftir 1. okt., 2015, þ.e. til að skipið standist hertar lekastöðugleikakröfur sem þá taka gildi skv. Evrópureglum og svo nefndri Stokkhólmssamþykkt. �?ar að auki verða framkvæmd fjöldi viðhalds- og viðgerðaverkefni á skipinu og búnaði þess.
Skv. upplýsingum frá Vegagerðinni munu ofangreindar breytingar, þ.e. flóðhlið að öllu öðru óbreyttu, rýra/þrengja amk. 5 einkabílarými á ekjudekki skipsins. Ýmsir hafa þó talið að skipið kunni að bera 7 til 10 bílum færra eftir breytingu en áður. Umræddu þili þarf ekki að beita fyrr en eftir 1 okt., 2015 og fram til þess tíma eru framangreindar skerðingar eina rýrnunin á núverandi farþega-, farm- og bílaflutningagetu Herjólfs. Vegagerðin hefur þegar farið í gegnum þessi atriði með rekstraraðila skipsins.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.