Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðuna á slipptöku Herjólfs og afleysingarskipi á fundi bæjarráðs í gær.
Fram kom að Herjólfur sé kominn í slipp í Hafnarfirði, en gert er ráð fyrir að slippurinn taki um tæpar þrjár vikur. Helstu verkefni í slippnum eru einkum tvenn. Annars vegar málun og hins vegar upptaka veltiugganna. Skipið verður heilmálað að utan auk þess sem bíladekkið verður tekið alveg í gegn. Upptaka ugga er gerð á fimm ára fresti samkvæmt fyrirmælum framleiðanda.
Breiðafjarðarferjan Baldur leysir af og er hún með undanþágu til siglinga í Þorlákshöfn. Vegagerðin vinnur að því að ferjan fái B-haffæri svo hún geti verið varanlegt varaskip fyrir Herjólf árið um kring. Þar sem Baldur tekur færri farþega og bíla en Herjólfur hefur ferðum verið fjölgað í átta ferðir á dag.
Ráðið þakkar upplýsingarnar og leggur þunga áherslu á að Baldur hafi haffæri allan ársins hring í báðar hafnir og að skipið geti nýst sem varaskip fyrir Herjólf þegar þörf er á.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst