Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðuna á slipptöku Herjólfs og afleysingarskipi á fundi bæjarráðs í gær.
Fram kom að Herjólfur sé kominn í slipp í Hafnarfirði, en gert er ráð fyrir að slippurinn taki um tæpar þrjár vikur. Helstu verkefni í slippnum eru einkum tvenn. Annars vegar málun og hins vegar upptaka veltiugganna. Skipið verður heilmálað að utan auk þess sem bíladekkið verður tekið alveg í gegn. Upptaka ugga er gerð á fimm ára fresti samkvæmt fyrirmælum framleiðanda.
Breiðafjarðarferjan Baldur leysir af og er hún með undanþágu til siglinga í Þorlákshöfn. Vegagerðin vinnur að því að ferjan fái B-haffæri svo hún geti verið varanlegt varaskip fyrir Herjólf árið um kring. Þar sem Baldur tekur færri farþega og bíla en Herjólfur hefur ferðum verið fjölgað í átta ferðir á dag.
Ráðið þakkar upplýsingarnar og leggur þunga áherslu á að Baldur hafi haffæri allan ársins hring í báðar hafnir og að skipið geti nýst sem varaskip fyrir Herjólf þegar þörf er á.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.