Eftir nákvæmlega viku frumsýnir Leikfélag Vestmannaeyja söngleikinn Banastuð. Banastuð er byggður á bandarísku B-myndunum The Evil Dead I og II og Army of Darkness. Um er að ræða hressilegan söngleik með blóðugu ívafi en sýningin er tæknilega krefjandi fyrir leikfélagið. Birgir Nielsen, formaður Leikfélagsins segir þó engan bilbug að finna á leikurum og aðstoðarmönnum.