Leikur númer tvö í viðureign ÍBV og Hauka í undanúrslitum úrslitakeppni Olís deildar karla fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld.
ÍBV er leiðir 1-0 í einvíginu eftir góðan úti sigur í fyrstu viðureigninni í Hafnarfirði 30-35. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki fer áfram í úrslit og mætir þar Val eða Selfoss sem mætast öðru sinni annað kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 18.00, en hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst