ÍBV vann baráttusigur á ÍR-ingum í 1. deild karla í dag. Lokatölur urðu 30:27 en staðan í hálfleik var 14:16 ÍR í vil. Eyjamenn lentu m.a. fimm mörkum undir í fyrri hálfleik, 5:10 en náðu að saxa hægt og bítandi á forskot ÍR-inga og síga fram úr í síðari hálfleik. Þrátt fyrir sigurinn var talsverður haustbragur á leik ÍBV, bæði í vörn og sókn en hæfileikarnir til að gera betur eru svo sannarlega til staðar.