Fjárbóndi í Vestmannaeyjum á von á því að lambakjötið verði saltara en áður við slátrun í haust. Hann gerir tilraunir með áburðarblöndu úr sjó og úrgangi frá loðnuvinnslu. Haukur Guðjónsson, fjárbóndi og vörubílstjóri í Eyjum, segist hafa fengið hugmyndina eftir umfjöllun í Landanum þar sem fjallað var um að sjór væri notaður sem áburður á tún.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst