Bergey á landleið eftir þrjá daga á veiðum

Bergey VE er á leiðinni til Vestmannaeyja með fullfermi. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Jóns Valgeirssonar skipstjóra og spurði fyrst hvar veitt hefði verið. „Við byrjuðum á að reyna við kola í Sláturhúsinu en það gekk ekki vel. Þá var haldið í Litladýpið og á Breiðdalsgrunn og þar gekk bara vel að fiska. Aflinn er mest þorskur og ýsa og þetta er vænn og góður fiskur. Við vorum einungis þrjá daga á veiðum og það er engin ástæða til að kvarta. Þá var veðrið einnig þokkalegt í veiðiferðinni. Ég geri ráð fyrir að haldið verði aftur austur fyrir land í næsta túr,“ segir Jón.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.