Ísfisktogarinn Bergur VE hélt til veiða sl. mánudag að Þjóðhátíð lokinni. Skipið kom að landi á fimmtudag með fullfermi af þorski og ýsu.
Í samtali við fréttavef Síldarvinnslunnar segir Jón Valgeirsson, skipstjóri, að veiðiferðin hafi gengið hreint ljómandi vel. „Við byrjuðum á Pétursey og Vík og þar var þrumuþorskveiði. Aflinn var svolítið ýsublandaður. Síðan var haldið á Brekableyðuna og þar tekin ýsa.“
Haldið var út á ný í gærmorgun og þá karfi næst á dagskrá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst