Uppsjávarskipið Polar Amaroq er statt við línuna á milli Íslands og Grænlands og leitar loðnu. Heimasíða Síldarvinnslunnar hafði samband við skipið í gær og ræddi við Ólaf Sigurðsson, stýrimann. Ólafur var fyrst spurður hvort vart hefði orðið við loðnu.
„Við erum hérna Grænlandsmegin við línuna og það eina sem við höfum séð núna er smáryk. Við erum bara einir að leita á gríðarlega stóru hafsvæði og vissulega væri betra ef hér væru fleiri skip. Þetta er þolinmæðisverk. Nú er búið að leita í sólarhring en við þurftum að leita hafnar á Akureyri vegna brælu. Við hófum leitina fyrir bræluna og tókum þá fjögur hol. Aflinn var ekki mikill eða 10 til 70 tonn í holi. Loðnan var fryst um borð og því eru um 110 tonn af frystri loðnu í skipinu. Það er búið að mæla tvær milljónir tonna af loðnu og hún er einhvers staðar. Það er bara tímaspursmál hvenær við rekumst á hana. Menn eru afar bjartsýnir fyrir komandi vertíð en gott væri ef fleiri skip kæmu til leitar,“ segir Ólafur.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.