Almannavarnanefnd Vestmannaeyja fundaði með forsvarsmönnum HS-veitna síðdegis í dag þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin vegna tjóns á neysluvatnslögninni til eyja.
Búið er að senda allar fyrirliggjandi upplýsingar um tjónið á vatnsleiðslunni til erlendra sérfræðinga og framleiðanda leiðslunnar sem eru nú að fara yfir málið.
Eins og staðan er núna þá bíða Almannavarnanefnd Vestmannaeyja og HS-veitur eftir svörum og nánari upplýsingum frá þessum aðilum svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um næstu skref og mögulega viðgerð á leiðslunni.
Aðilar málsins munu funda aftur strax á morgun
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst