Á morgun, laugardag verður bikarveisla í Íþróttamiðstöðinni þegar karla- og kvennalið spila í 16 liða úrslitum. Og það sem meira er, bæði liðin taka á móti Fram en karla- og kvennalið Safamýrarliðsins spila í úrvalsdeild á meðan lið ÍBV eru deild neðar. Það verður því fróðlegt að sjá hvar lið ÍBV standa gagnvart úrvalsdeildarliðunum.