Bilun í Herjólfi - fyrstu tvær ferðir dagsins falla niður
7. mars, 2018
Greint var frá því í morgun að tvær fyrstu ferðir Herjólfs í dag falla niður vegna vélarbilunar en unnið hefur verið að viðgerð í alla nótt. Ferðirnar sem um ræðir eru frá Vestmannaeyjum 8:00 og 10:00 og frá Landeyjahöfn 9:00 og 11:30. Farþegar sem eiga bókað í þessa ferð þurfa að hafa samband við afgreiðslu í síma 481-2800 og færa sig í næstu lausu ferð eða fá endurgreitt.