Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari fylgdist með björgunaræfingu um borð í Herjólfi í gær. Æfingin var umfangsmikil og komu margir við sögu eins og myndir Óskars Péturs sína. Skugga bar þó á því kona úr áhöfninn meiddist á fæti.
„Fyrr í dag fór fram björgunaræfing áhafnar Herjólfs þar sem móðurbáturinn í STB MES kerfinu var sprengdur út. MES búnaðurinn er björgunarbúnaður sem við þurfum vonandi aldrei að notast við en mikilvægt þó að allir í áhöfninni kunni á og því einstakt tækifæri til æfinga. Æfingin stóð yfir í um 3 klukkutíma við góðar aðstæður. Við minnum á að ferðir kl. 09:30 og 10:45 falla niður þann 26.september og 1.október nk. vegna skoðunnar á björgunarbúnaði ferjunnar,“ sagði á FB-síðu Herjólfs í gær.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst