Björgunarfélagi Vestmannaeyja hafa borist tvær hjálparbeiðnir í óveðrinu sem gengur yfir landið. Annarsvegar er um að ræða þakplötur að fjúka á Brekastíg og á Vallagötu splundraðist kofi í veðrinu. Meðalvindhraði á Stórhöfða var 33 m/s og fór yfir 40 m/s í hviðum klukkan 17:00.
Óskar Pétur var að sjálfsögðu ekki langt undan með myndavélina og tók þessar myndir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst