Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út um klukkan níu í morgun að einbýlishúsi við Brekastíg en þar var kjölur á þaki að rifna af. Í morgun var mikið hvassviðri og úrhellisrigning en veðrið er að mestu gengið niður enda sýnir vindmælir í Vestmannaeyjabæ aðeins 6 metra meðalvind á sekúndu. Tveimur klukkustundum fyrr fóru hviður hins vegar upp í 39 metra á sekúndu.