Björgunarfélag Vestmannaeyja fagnaði 100 ára afmæli um helgina
5. september, 2018
Í byrjun ágúst eða þann 4. ágúst voru liðin hundrað ár frá því að Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað. Á afmælisdaginn sjálfan fögnuðu félagar BV með því að setja extra púður í flugeldasýningu sína á Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Nú um helgina fór svo fram heljarinnar afmælisveisla. Hófst hún með opnu hús hjá félaginu á laugardaginn. Um kvöldið fögnuðu núverandi og fyrrverandi meðlimir Björgunarfélags Vestmannaeyja ásamt velunnurum sínum. Um 230 einstaklingar mættu í fögnuð félagsins og var forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heiðursgestur en einnig mættu til Vestmannaeyja Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar ásamt áhöfnum á varðskipinu Þór og þyrlunni TF LÍF. Veislustjórar
Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.