Bjórhátíðin hefst á morgun
Sífellt bætist í dósalínuna hjá The Brothers Brewery.

Hin árlega Bjórhátíð The Broters Brewery verður haldin um helgina og náði blaðamaður tali af Jóa bruggmeistara í miðjum undirbúningi.

Von er á 24 brugghúsum á hátíðina og þar af 6 erlendum húsum, segir Jói, „gestir verða líklega á bilinu 4-500 manns.“

Þetta er augljóslega orðinn einn af stóru viðburðunum í Eyjum og margir gestir sem koma ár hvert. Þetta er líka viðburður sem erlendir gestir sækja sérstaklega, og er frábær viðbót í menningarflóru Eyjanna. 

Nú var samþykkt á Alþingi í gær að breyta áfengislöggjöfinni, hvaða áhrif hefur þessi breyting á ykkur hjá Brothers? 
„Þetta hefur mjög jákvæð áhrif á okkur, þetta þýðir að við getum selt bjór beint út úr húsi hjá okkur.“ Segir Jói og heldur áfram.

„Við fáum mjög oft til okkar erlenda ferðamenn, sem koma til Vestmannaeyja vegna brugghússins, en ekki vegna þess að það gaus hérna. Þetta fólk drekkur bjórinn okkar hér á barnum og vill taka með sér nokkur eintök heim. En þá þurfum við að senda þau yfir í næstu götu, yfir í búð ÁTVR, vegna þess að þar má selja bjór út úr húsi en ekki hjá okkur. Nú breytist það.“

Við ætlum að fagna þessu og mörgu öðru á Bjórhátíðinni sem stendur yfir á föstudag og laugardag frá kl. 15-19 báða dagana.

Jóhann Guðmundsson bruggmeistari TBB

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.