Sýningin Kenneth Máni var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í haust og hefur verið sýnd um 70 sinnum við mikið lof 20.000 sýningargesta. Höfundar sýningarinnar eru Björn Thors sem fer með hlutverk Kenneths Mána, Jóhann �?var Grímsson sem skrifaði, ásamt fleirum, Næturvaktina, Dagvaktina og Fangavaktina og Saga Garðarsdóttir uppistandari og meðhöfundur síðasta áramótaskaups. Björn og �?var byrjuðu fyrir um tveimur árum að ræða hugmyndina um að gera eitthvað meira með persónu Kenneths Mána.
�?eir fundu fyrir smá pressu að vinna meira með þennan senuþjóf úr Fangavaktinni. Fyrir um ári hófst svo vinnan við handritið að sýningunni og kom þá Saga Garðarsdóttir inn í hópinn. Björn segir að flestir kannist við einstaklinga sem hafa sömu persónueinkenni og Kenneth Máni en hann glímir við lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni og almennt hömluleysi. �??Tveir leyndir draumar hjá mér sameinast í þessu verki, einleikur og uppistand, og var þetta verkefni því tilvalið fyrir mig�?? segir Björn.
Hann segist vera svakalega spenntur að koma til Eyja og sýna verkið fyrir Eyjamenn. Sýningin er þann 22. apríl á Háaloftinu og hefst kl. 21:00. Forsala er hafin í Tvistinum og kostar miðinn 4.900 kr.